1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Aðalfundur 16. apríl

Aðalfundur 16. apríl

by | 8. Apr, 2010 | Fréttir

Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar, Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna, verður haldinn föstudaginn 16. apríl kl. 16:00 í fundarsal félagsins að Hringbraut 121, 4. hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins og stjórnarkjör.

Atkvæðisrétt á fundinum hafa félagsmenn sem eru viðstaddir og hafa greitt félagsgjald.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
(1) Kosning embættismanna fundarins.
(2) Skýrsla stjórnar.
(3) Reikningar félagsins.
(4) Kjör í stjórnir ReykjavíkurAkademíunnar ses og Félags ReykjavíkurAkademíunnar.
(5) Önnur mál.

Stjórnin