(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Afmælisárið: málþing og galadansleikur

Afmælisárið: málþing og galadansleikur

by | 10. maí, 2022 | Fréttir

Afmælisárið opnaði síðasta laugardag með málþinginu „Dútlað við þjóðarsálina“ þar sem rætt var um mikilvægi ReykjavíkurAkademíunnar fyrir einstaklinga og samfélagið allt og nokkru ljósi varpað á hina umfangsmiklu starfsemi sem þar hefur farið fram.

Við þökkum öllum þeim sem komu í Safnahúsið laugardaginn 7. maí síðast liðinn og fögnuðu með okkur og fyrir allar kveðjur sem bárust frá þeim sem voru með í anda. Svipmyndir frá afmælismálþinginu.

Á haustmálþinginu okkar 14. október næst komandi verður sjónum beint að umhverfi og áskorunum sem sjálfstæðir rannsakendur standa frami fyrir og að hlutverki RA sem uppeldisstöð og bakhjarl ungra vísindamanna.

Við lokum afmælisárinu með galadansleik laugardaginn 7. maí 2023. Allir demónar sem hafa starfað við ReykjavíkurAkademíuna um lengri eða skemmri tíma síðasta aldarfjórðunginn eru velkomnir. Við vonumst eftir mikilli og góðri þátttöku.