1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Akademónar tilnefndir til bókmenntaverðlauna

Akademónar tilnefndir til bókmenntaverðlauna

by | 4. Dec, 2018 | Fréttir

Bækur Akademónana þeirra Báru, Hjörleifs og Þorgerðar eru tilnefndar til verðlauna

Kampakátir Akademónar þau Bára Baldursdóttir, Hjörleifur Hjartarson og Þorgerður Þorvaldsdóttir með bækurnar sem tilnefndar eru til verðlauna.

Bók Báru og Þorgerðar, Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki Fræðibóka og rita almenns eðlis.

Bók Hjörleifs, Sag­an um Skarp­héðin Dungal sem setti fram nýj­ar kenn­ing­ar um eðli al­heims­ins er til­nefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna

í flokki barna- og ung­menna­bóka.

ReykjavíkurAkademían óskar herbergisfélögunum

þremur innilega til hamingju með tilnefningarnar.