1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Án áfangastaðar Without destination

Án áfangastaðar Without destination

by | 28. Jan, 2011 | Fréttir

Practicing Nature-Based Tourism

Alþjóðleg og þverfagleg ráðstefna tileinkuð náttúrutengdri ferðamennsku 5.-6. febrúar 2011

logo_an_afangastadar_jpg.jpg

Vekjum athygli á ráðstefnunni Practicing Nature-Based Tourism sem haldin verður í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur helgina 5.-6. febrúar 2011. Ráðstefnan er, ásamt alþjóðlegri myndlistarsýningu í safninu, þáttur í verkefninu Án áfangastaðar. Það er þverfaglegt grasrótarverkefni sem hefur að markmiði að hvetja til umræðu í íslensku samfélagi um málefni Íslands sem áfangastaður ferðamanna; stuðla að fræðslu um eðli náttúrutengdrar ferðamennsku, einkum er varðar upplifun ferðamanna á vettvangi; og hvetja til frekari rannsókna og skírari stefnumótunar í ferðamennsku á Íslandi. Ráðstefnan er tilraun til að leiða saman hina ólíku hópa sem standa að íslenskri ferðaþjónustu og efla samskiptin á milli þeirra á þessum umbrotatímum í íslensku efnahagslífi þegar mikilvægt er að vinna sameiginlega að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar.  Hún er einnig hugsuð sem tækifæri fyrir innlenda og erlenda rannsakendur að koma niðurstöðum sínum á framfæri til samfélagsins. Myndlistarsýningin endurspeglar hins vegar hugmyndir alþjóðlegra listamanna um ferðalög og hin gagnvirku tengsl manneskju og staðar.

Ráðstefnan er tvískipt – fyrst fræðsla um náttúrutengda ferðamennsku, síðan umræður um ferðamannalandið Ísland. Alls verða flutt 25 erindi á ráðstefnunni (sjá dagskrá neðar). Meðal fyrirlesara eru Lucy R. Lippard, Galisteo, New Mexico, margverðlaunaður rithöfundur og samfélagsrýnir, sem mun fjalla um þá ótal þætti sem mynda ‘stað og stund’ og þá margþættu auðlind sem ferðaþjónustuaðilar gera út á á hverjum stað og hverjum tíma; dr. Tim Edensor, landfræðingur hjá Manchester Metropolitan University, sem er einn af forkólfum í fyrirbærafræðilegum rannsóknum á ferðamennsku sem hafa á síðustu 10-15 árum innleitt nýja og dýpri sýn á veruleika ferðamanna. Hann mun fjalla um þá ólíku hópa ferðamanna sem ferðast um náttúruna og ólíka hagsmuni þeirra; og einnig má nefna Päivi Lappalainen verkefnastjóra  á opinberu finnsku klasaverkefni sem stefnir að því að gera Finnland að einum aðaláfangastað Evrópu árið 2020, en Finnar eins og Íslendingar byggja ferðaþjónustu sína fyrst og fremst á náttúrutengdri ferðamennsku.

Á eftir þéttskipaðri fræðsludagskrá sem spannar einn og hálfan dag verða pallborðsumræður þar sem rætt verður um þær áskoranir sem blasa við ferðamannalandinu Íslandi – hvar það stendur og hvert það stefnir nú á tímum aukins ferðamannastraums og álags. Inngangsorð umræðunar eru:

Ferðaþjónustan er önnur tveggja atvinnugreina sem Íslendingar binda hvað mestar vonir við til að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. Tölfræðileg teikn eru á lofti um að ferðaþjónustan gæti staðið undir efnahagslegum væntingum, sér í lagi ef spár standast. Ferðmannastraumurinn til Íslands tvöfaldast á næstu 5 árum og útflutningstekjurnar aukast í samræmi við það.  Full þörf er hins vegar á að horfa á aðrar hliðar málsins.  Samkvæmt opinberri skilgreiningu sem og nýjustu rannsóknum er náttúra Íslands meginaðdráttarafl landsins sem áfangastaður ferðamanna og hún er þegar farin að spillast umfram þolmörk á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðaþjónustan á þar að auki í  samkeppni um land við aðrar atvinnugreinar, sér í lagi orkugeirann. Landið byggist hratt upp og óskipulega og lítill skilningur virðist vera á því að vernda þurfi náttúrulegt landslag til að tryggja ferðaþjónustunni þann starfsgrundvöll sem hún þarf til að vaxa og dafna. Þar fyrir utan gæti aukinn ferðamannastraumur mögulega ógnað þeim aðstæðum og hughrifum sem menn eru komnir til Íslands til að upplifa.

Pallborðið verður skipað helstu ráðamönnum íslensku ferðaþjónustunnar ásamt fagfólki í greininni og sérfræðingum á þessu sviði sem munu reifa stöðuna út frá bæjardyrum síns fags. Þeir eru:

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar (SAF)

Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu

Siv Fridleifsdóttir, alþingismaður

Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands

Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins í Hornafirði

Ólafur Örn Haraldsson,  forseti Ferðafélags Íslands og þjóðgarðsvörður Þingvalla

Einar Torfi Finnsson, framleiðslustjóri og einn af eigendum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Ósk Vilhjálmsdóttir, leiðsögumaður og eigandi Hálendisferða

Einar Bollason, framkvæmdastjóri og eigandi Íshesta

Ráðstefnugestir verða auk þess hvattir til að spyrja og leggja orð í belg. Fræðsludagskráin fer fram á ensku, en umræðufundurinn á íslensku. Fundarstóri fræðsludagskrár er Edward Huijbens, framkvæmdastjóri Rannsóknamiðstöðvar Ferðamála. Fundarstjóri pallborðs er Viðar Hreinsson, rithöfundu
r og stjórnarformaður ReykjavíkurAkademíunnar.

Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Þátttöku á ráðstefnuna skal tilkynna fyrir kl. 13, föstudaginn 4. febrúar 2011, með því að senda nafn og heimilisfang á netfangið without.destination.conference@gmail.com

Höfundar:. Gunnþóra Ólafsdóttir landfræðingur í ReykjavíkurAkademíunni og Markús Þór Andrésson listsýningastjóri. Nánari upplýsingar um verkefnið Án áfangastaðar má finna á vef Listasafns Reykjavíkur (sjá www.listasafnreykjavikur.is/anafangastadar)

Samstarfsaðilar:

Listasafn Reykjavíkur, ReykjavíkurAkademían og Félag Landfræðinga

Styrktaraðilar:
Norræni menningarsjóðurinn, Mennta- og menningamálaráðuneytið, Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar, Höfuðborgarstofa, Íslandsstofa, Ferðamálastofa, Sendiráð Bandaríkjana á íslandi, Sendiráð Þýskalands á Íslandi, Dynamo Reykjavík, Esja Travel og Hótel Holt

Dagskrá*

Laugardagur, 5. febrúar 2011

08.00-09.00 Kaffi og croissant

09.00-09.05 Ávarp skipuleggjenda, dr. Gunnþóru Ólafsdóttur, landfræðings og Markúsar Þórs Andréssonar, sýningarstjóra.

09.05-09.10 Opnunarávarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra

Fundarstjóri:

Dr. Edward Huijbens, framkvæmdastjóri Rannsóknamiðstöðvar Ferðamála

Málstofa 1: Ferðaþjónustuaðilinn

09.10-09.50 Aðalfyrirlesari: Lucy R. Lippard, rithöfundur, sýningastjóri og samfélagsrýnir, Galisteo, New Mexico

Imagine Being Here Now

09.50-10.10 Dr. Unnur Birna Karlsdóttir, sagnfræðingur, Þjóðskjalasafni Íslands

Nature worth seing. The tourist-gaze as a factor in shaping ideas of nature in

Iceland 1900-2010

10.10-10.30 Dr. Ian Watson, dósent við Háskólann á Bifröst

How tour operators and travel guidebooks select destinations

Kaffihlé

10.50-11.10 Dr. Sigrún Birgisdóttir, lektor og yfirmaður arkítektúrdeildar Listaháskóla Íslands

Vatnavinir – Friends of Water

11.10-11.30 The Wild North Group: Hrafnhildur Ýr Viglundsdóttir, verkefnastjóri hjá Selasetri Íslands, Hvammstanga og Dr. Per Åke Nilson,sérfræðingur í náttúrutengdri ferðamennsku við Háskólann á Hólum og Selasetur Íslands; Dr. Marianne H. Rasmussen, sjávarspendýrafræðingur og forstöðumaður Rannsókna- og fræðasetus Háskóla Íslands á Norðausturlandi, Húsavík og Ester R. Unnsteinsdóttir, líffræðingur og forstöðumaður Melrakkaseturs Íslands, Súðavík

The Wild North Project

11.30-11.50 Dr. Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkítekt og eigandi Vist & Vera ehf

Sustainable Sites and Nature-based Activities

11.50-12.10 Dr. Lára Magnúsardóttir, forstöðumaður, Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðvesturlandi, Skagaströnd

Natu
re and Heritage – Putting Cultural Tourism into Motion


Hádegisverðarhlé

Málstofa 2: Ferðamannastaðurinn

13.30-14.10 Aðalfyrirlesari: Päivi Lappalainen, verkefnastjóri, Tourism and Experience management competence cluster (OSKE),  Turku, Finnlandi

Building the future of tourism through innovation and networking

14.10-14.30 Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur, ReykjavíkurAkademíunni

On Images and the North

14.30-14.50 Prófessor Guðrún Helgadóttir and Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, lektor í ferðamálafræði við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum

The idea of Iceland; idyllic images in art and marketing

14.50-15.10 Dr. Tinna Grétarsdóttir, mannfræðingur og lektor við Háskóla Íslands, Hannes Lárusson, listamaður og Ásmundur Ásmundsson, listamaður

Haunted by nature tourism. Icelandic art and the branding of Iceland as a destination

Kaffihlé

15.30-15.50 Prófessor Peter Fredman, umhverfis- og ferðamálafræðingur við European Tourism Research Institute (ETOUR), Mid Sweden University.

Visitor monitoring and integrated research on nature-based recreation. Experiences from Sweden

15.50-16.10 Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, Prófessor Jarkko Saarinen, Department of Geography, University of Oulu, Finnlandi, og Prófessor C. Michael Hall, Department of Management, University of Canterbury, Nýja Sjálandi

Icelandic wilderness tourism – present status and future development

16.10-16.30 Dr. Rannveig Ólafsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands

Practicing Nature-based tourism in fragile environments – Visitor impact assessment


Síðdegishressing

17.00-17.20 Dr. Katrin Anna Lund, mannfræðingur og dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands

The many ‘natures’ of Reykjavík as experienced through city walks

17.20-17.40 Dr. Avril Maddrell, dósent í landfræði, University of the West of England

Tapping the spiritual landscape: pilgrimage walk on the Isle of Man

17.40-18.00 Gísli Pálsson, M.A. nemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands

Re-situating nature: ruins of modernity as ‘náttúruperlur’


18.00-19.00 Móttaka í boði Reykjavíkurborgar

Sunnudagur, 6. febrúar 2011

08.00-09.00 Kaffi og sætabrauð

Málstofa 3: Ferðalangurinn

09.00-09.40 Aðalfyrirlesari: Dr. Tim Edensor, dósent í menningarlandfræði við Department of Geography & Environmental Management, Manchester Metropolitan University

Contesting understandings and uses of the countryside: the diversification of rural tourism

09.40-10.00 Dr. Per Åke Nilsson, sérfræðingur í náttúrutengdri ferðamennsku við Selsetur Íslands, Hvammstanga og Háskólann á Hólum

The Tourist Landscape

10.00-10.20 Hildigunnur Sverrisdóttir, arkítekt og stundakennari við Listaháskóla Íslands

Rest the horses, let us rest

10.20-10.40 Einar Garibaldi Eiríksson, listamaður og lektor við Listaháskóla Íslands

Reykjavík: The Concealed City

Kaffihlé

11.00-11.20 Eric Ellingsen, landslagsarkítekt hjá Species of Spaces/Institute für Raumexperimente, Germany

Mobile in a mobile element

11.20-11.40 Dr. Bettina van Hoven, dósent í menningarlandfræði við University of Groningen, Hollandi

Multi-sensory experiences in the Great Bear Rainforest

11.40-12.00 Akke Folmer, lektor í ferðamálafræði við Stenden University, Hollandi

The role of wildlife in visitors’ attachment to nature-based tourism destinations

12.00-12.20 Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir, landfræðingur, ReykjavíkurAkademíunni

Iceland’s nurturing landscapes: Knowing the client – knowing the resource.

Hádegisverðarhlé

14.00-16.00 Pallborðsumræður (á íslensku)

Ferðamannalandið Ísland. Núverandi staða og málefni til sjálfbærrar þróunar

Fundarstjóri:

Viðar Hreinsson, rithöfundur og stjórnarformaður ReykjavíkurAkademíunnar

Þátttakendur:

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar (SAF)

Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu

Siv Fridleifsdóttir, alþingismaður

Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands

Dr. Þorvardur Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði

Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands og þjóðgarðsvörðu Þingvalla

Einar Torfi Finnsson, framleiðslustjóri og einn af eigendum Íslenskra fjallaleiðsögumanna

Ósk Vilhjálmsdóttir, leiðsögumaður og eigandi Hálendisferða

Einar Bollason, framkvæmdastjóri og eigandi Íshesta


16.00-17.00 Ráðstefnuslit og móttaka í boði Ferðamálastofu.

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri ávarpar ráðstefnugesti.


*Málstofur fara fram á ensku en umræðufundurinn um ferðamannalandið Ísland á íslensku

Skráning – Registration: without.destination.conference@gmail.com
Upplýsingar – Information: