1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Án áfngastaðar/Without destinations

Án áfngastaðar/Without destinations

by | 2. Mar, 2011 | Fréttir

logo_an_afangastadar_jpg.jpg

Ráðstefnan er, ásamt alþjóðlegri myndlistarsýningu í safninu, þáttur í verkefninu Án áfangastaðar. Það er þverfaglegt grasrótarverkefni sem hefur að markmiði að hvetja til umræðu í íslensku samfélagi um málefni Íslands sem áfangastaður ferðamanna; stuðla að fræðslu um eðli náttúrutengdrar ferðamennsku, einkum er varðar upplifun ferðamanna á vettvangi; og hvetja til frekari rannsókna og skírari stefnumótunar í ferðamennsku á Íslandi. Ráðstefnan er tilraun til að leiða saman hina ólíku hópa sem standa að íslenskri ferðaþjónustu og efla samskiptin á milli þeirra á þessum umbrotatímum í íslensku efnahagslífi þegar mikilvægt er að vinna sameiginlega að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar.  Hún er einnig hugsuð sem tækifæri fyrir innlenda og erlenda rannsakendur að koma niðurstöðum sínum á framfæri til samfélagsins. Myndlistarsýningin endurspeglar hins vegar hugmyndir alþjóðlegra listamanna um ferðalög og hin gagnvirku tengsl manneskju og staðar.

Hljóðupptökunar af fyrirlestrum frá ráðstefnunni eru nú komnar á netið. Hægt er að nálgast þær hér

http://www.listasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-2185/3362_read-25456/