(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Angantýr

Angantýr

by | 16. nóv, 2011 | Fréttir

Innan ReykjavíkurAkademíunar er komin út bókin Angantýr sem Lestofan gefur út.

angantyr.jpg

Lesstofan mun fagna útgáfu
bókarinnar í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu
föstudaginn 18. nóvember kl. 17. Boðið verður
upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu verður
bókin á sérstöku tilboðsverði. Guðrún Helgadóttir
rithöfundur mun lesa valda kafla úr bókinni. Verið
velkomin!


Bókin sem mátti ekki koma út

„Ég kallaði Jóhann Angantý, og hann kallaði mig
Brynhildi. Við vorum oft í undralandinu hans.“ Í
bókinni segir Elín Thorarensen af ástarsambandi
sínu við Jóhann Jónsson skáld snemma á 20. öld.
Ýmsir höfðu vanþóknun á sambandi þeirra, jafnvel
svo að menn reyndu að koma í veg fyrir að frásögn
Elínar yrði lesin áratugum síðar. Í söguna fléttast
lýsingar á þjóðlífinu í Reykjavík og fjallað er um
samferðamenn Elínar og Jóhanns, sem sumir eru í
hópi þekktustu listamanna þjóðarinnar. Einnig ber
að líta ævintýri eftir Jóhann sem hvergi hafa birst
annars staðar.

Soffía Auður Birgisdóttir ritar eftirmála.

„[…] einn af gullmolum „Þú mátt engum lána hana
íslenskra bókmennta.“ því það er engum að treysta.“

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur Fyrrum starfsstúlka Elínar

LESSTOFAN
lesstofan@lesstofan.is

elin.jpg

johann.jpg