1. Forsíða
  2.  » 
  3. Útgáfa RA
  4.  » 
  5. Ársskýrslur
  6.  » Árskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar árið 2010.

Árskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar árið 2010.

by | 15. Apr, 2011 | Ársskýrslur, Fréttir

Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar. Í henni er ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald og helstu rannsóknarverkefni innan RA. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2010.

Í skýrslunni er einnig gerð grein fyrir starfsemi Félags ReykjavíkurAkademíunnar auk þess að helstu verkefni fræðimanna eru tíunduð í sérstöku fylgiskjali með skýrslunni.

Árið 2010 var ReykjavíkurAkademíunni rekstrarlega mjög þungt í skauti og einkenndist starfsemin af mikilli óvissu um hvort hún ætti einhverja framtíðarmöguleika. Í árslok leit jafnvel út fyrir að leggja þyrfti starfsemina niður á aðalfundi 2011 vegna rekstrarerfiðleika og húsnæðisvandræða. Það sem af er árinu eru horfurnar mun hagstæðari fyrir ReykjavíkurAkademíuna og munar þar mest um algera endurskipulagningu á rekstri, nýjan húsaleigusamning og síðast en ekki síst nýjan og metnaðarfullan styrktarsaming við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Ný stjórn ReykjavíkurAkademíunnar var kjörin á aðalfundi 15. apríl síðastliðinn

Stjórnina skipa:

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, formaður.

Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur,

Þorgerður Þorvaldsdóttir kynjafræðingur

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur,

Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir landfræðingur

Emma Björg Eyjólfsdóttir meistaranemi í heimspeki

Dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur

Framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar er Sólveig Ólafsdóttir sagn- og menningarstjórnunarfræðingur

Árskýrslu ReykjavíkurAkademíunnar má finna í heild sinni hér.