(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Ársskýrslur
  4.  » Ársskýrsla ReykavíkurAkademíunnar ses. fyrir árið 2014 er komin út

Ársskýrsla ReykavíkurAkademíunnar ses. fyrir árið 2014 er komin út

arsskyrsla

 

Sesselja G. Magnúsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar en hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri RA frá því í september 2014. Í árskýrslunni er að finna ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald, helstu rannsóknarverkefni tengd stofnuninni og yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2014.

ReykjavíkurAkademían ses (RA) er sjálfseignarstofnun sem byggir á grunni Félags ReykjavíkurAkademíunnar en það er félag sjálfstætt starfandi fræðimanna í menningar-, hug- og félagsvísindum á Íslandi.

Árið 2014, var ár breytinga hjá ReykjavíkurAkademíunni. Flutt var úr JL húsinu við Hringbraut sem verið hefur aðsetur RA frá stofnun í Þórunnartún 2 í lok árs auk þess sem Sólveig Ólafsdóttir sem stýrt hefur stofnununni síðast liðin fjögur ár sté úr framkvæmdastjóra stólnum. Mikilvægt skref var stígið í uppbyggingu innra starfs RA þegar RannsóknarSmiðja RA (RaRA) var formlega stofnuð í upphafi árs til að halda utan um fræðilega viðburði og styðja fræðimenn innanhúss í styrkjaumsóknum. Málþing voru haldin undir nafni H-21, Hugmyndir 21. aldarinnar auk aðkomu að ýmsum öðrum viðburðum í samvinnu við ýmis félagasamtök. Umsýsla vegna rannsóknarverkefna var töluverð og voru 5 fræðimenn að jafnaði á launaskrá RA. Einnig var nokkuð um verktakagreiðslur til fræðimanna vegna ýmissa rannsóknar- og þjónustuverkefna stórra sem smárra.

Daglegur rekstur stofnunarinnar var í jafnvægi árið 2014 eins og árin á undan en kostnaður við flutningana gerði að eigið fé stofnunarinnar lækkaði um helming. Alls voru rekstrartekjur RA rúmar 61 milljón á árinu 2014 en höfðu verið tæpar 59 milljónir árið 2013. Munurinn skýrist á fleiri rannsóknarstyrkjum en árið á undan. Rekstrargjöld ársins hækkuðu á milli ára úr rúmum 57,5 milljónum á árinu 2013 í rúmar 66 milljónir. Ástæður hækkunarinnar eru einkum tvær. Annars vegar kostnaður vegna flutninga upp á rúmar 5,3 milljónir og hins vegar hækkun launaliðs vegna ráðningar nýs starfsmanns í RannsóknarSmiðjunnar. Eigið fé stofnunarinnar nam rúmum 10 milljónum í árslok 2013 en var komið niður í tæpar 5 milljónir í árslok 2014 eins vegna flutninganna. Tap á rekstri RA nam kr. 5.1 á árinu 2014 en var kr. 1,5 milljónum á árinu 2013. Greidd laun voru 22,6 milljónir árið 2014 en voru 21,3 milljónir í árslok 2013. Breytingar á launakostnaði tengjast auknu starfshlutfalli innan stofnunarinnar vegna RaRA og breytinga á launakostnaði tengdum rannsóknarverkefnum.

Ársskýrslu RA-ses má nálgast hér í heild sinni.

 

Kjörin var ný stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar á aðalfundi félagsins 22. apríl 2015

Stjórnina skipa:

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur, formaður

Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur

Dr. Þorgerður Þorvaldsdóttir sagn- og kynjafræðingur

Björg Árnadóttir menntunarfræðingur

Borgþór Kjærnested fararstjóri og leiðsögumaður

 

Einnig var ný stjórn ReykavíkurAkademíunnar ses. Kjörin á sama fundi.

Stjórnina skipa:

Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi, formaður

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur, varaformaður

Guðbjörg Lilja Hjartardóttir

Dr. Íris Ellenberger sagnfræðingur

Gylfi Gunnlaugsson bókmenntafræðingur

Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur og doktorsnemi

Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og MA í menningarstjórnun