1. Forsíða
  2.  » 
  3. Útgáfa RA
  4.  » 
  5. Ársskýrslur
  6.  » Ársskýrsla ReykjavíkurAkademíu 2009

Ársskýrsla ReykjavíkurAkademíu 2009

by | 4. Jun, 2010 | Ársskýrslur, Fréttir

Ársskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar árið 2009.

ra-2010.jpg

Viðar Hreinsson fráfarandi framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar. Í henni kemur fram að starfi ReykjavíkurAkademíunnar megi gróflega skipta í þrennt. Í fyrsta lagi rannsóknir og miðlun einstakra meðlima sem vinna að sínum eigin verkefni, í öðru lagi í sameiginleg verkefni sem RA sem stofnun ýmist styður eða hefur tekið frumkvæði að og í þriðja lagi í fyrirlestra og fundaraðir um fræðileg efni og brýn samfélagsleg álitamál.

Á árinu 2009 kom út saga RA: Fræðimenn í flæðarmáli. Saga ReykjavíkurAkademíunnar eftir dr. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðing. Þar kemur skýrt fram að RA hefur myndað mótvægi við þá slagsíðu fræða- og háskólasamfélagsins undanfarinn áratug þar sem alræði markaðshyggjunnar hefur stutt einhliða uppbyggingu viðskipta- og markaðstengds náms, meðan hug- og félagsvísindi hafa legið óbætt hjá garði.

Þá var haustið 2009 hrint í framkvæmd því nýmæli í starfi RA að bjóða stúdentum í MA- eða doktorsnámi endurgjaldslausa aðstöðu í þrjá mánuði, en að þeim tíma loknum gæfist þeim kostur á að leigja aðstöðuna á hefðbundnu verði. Þessi tilraun var gerð til að fá nýtt blóð inn í RA og hefur gefist einstaklega vel. Þessu verður haldið áfram hausti komanda.

Í ársskýrslunni eru tíundaðar ítarlegar allar þær rannsóknir og verkefni sem ReykjavíkurAkademían hefur staðið fyrir eða verið þátttakandi að á árinu 2009.

Ný stjórn ReykjavíkurAkademíunnar var kjörin á aðalfundi 16. apríl síðastliðinn

Stjórnina skipa:

 

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, formaður.

Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur,

Kristinn Schram þjóðfræðingur

Þorgerður Þorvaldsdóttir kynjafræðingur

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur,

Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir landfræðingur

Dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur en hann var fyrsti formaður RA.

Viðar Hreinsson sem verið hefur framkvæmdastjóri frá 1. september 2005, lét af störfum á aðalfundi en við starfi framkvæmdsstjóra tók Sólveig Ólafsdóttir sagn- og menningarstjórnunarfræðingur.

Árskýrslu ReykjavíkurAkademíunnar má finna í heild sinni Hér.