(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Athugsemd við fjárlagafrumvarp 2023

Athugsemd við fjárlagafrumvarp 2023

by | 13. okt, 2022 | Fréttir, Opinber umræða, Umhverfi rannsókna, Útgáfa RA

Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar sem skipar fulltrúa í stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna gerði neðangreinda athugasemd við fjármögnun sjóðsins í fjárlagafrumvarpi ársins 2023.
UMSÖGNIN Í HEILD SINNI

17-297 Ýmis fræðastörf /Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna

Stjórn RA vill koma á framfæri ábendingu um alvarlega stöðu Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna. Sjóðurinn er afar mikilvægur fyrir sjálfstætt starfandi fræðafólk sem er stór hópur en ósýnilegur í opinberum tölum og sinnir mikilvægu hlutverki við rannsóknir og nýsköpun í íslensku samfélagi. Rannsóknir þeirra beinast gjarnan að viðfangsefnum sem nýtast sem grunnur að hverskonar fræða- og listsköpun innan og utan hins opinbera menntakerfis. Niðurstöður þeirra eru oftast ritaðar á íslensku með íslenskan almenning í huga. Þá nýtast verk sjálfstætt starfandi fræðimanna gjarnan til nýsköpunar til dæmis í ferðaþjónustu og ýmiss konar afþreyingu.

Í fjárlagagerð fyrir árið 2023 er lítilega gengið á sjóðinn miðað við fyrra ár og fer hann úr 51,8 m.kr í 51,3 m.kr. Samdrátturinn virðist því 1% fyrir utan breytingu á vísitölunni sem hefur hækkað verulega undanfarið ár.

Lækkunin er þó umtalsvert meiri en þessar tölur gefa til kynna. Á árinu 2022 var mánaðarleg greiðsla úr sjóðnum hækkuð til samræmis við hækkun á starfslaunum listamanna, eða um tæplega 20%. Upphæðin fór úr 410.000 kr (verktakagreiðsla) í 490.920 kr. Til þess að koma til móts við þessa hækkun þá hefur starfslaunasjóður listamanna verið stækkaður. Á þessu ári er hann 812,0 m.kr. en fer í 846,2 m.kr. á árinu 2023.

Hins vegar hefur starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna ekki tekið sömu hækkunum. Þessar breytingar leiddu til mikillar skerðingar á úthlutunum til sjálfstætt starfandi fræðafólks  talið í mannmánuðum (sjá töflu). Á árinu 2022 fór fjöldi mannmánaða niður í 93 sem er mikil fækkun frá árunum á undan en þeir voru á bilinu 111 til 129 á árunum 2018 – 2021.

ÁR

2018 2019 2020 2021 2022
Styrkupphæð á mánuði
(verktakagreiðsla)
377.000 393.000 405.000 410.000 490.920
Fjöldi úthlutaðra mánuði 120 111 117 129 93

 

Vegna þessa áréttar stjórn RA mikilvægi þess að framlög til Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna verði hækkuð verulega á árinu 2023, til að bregðast við þessari stöðu.