1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Björg Árnadóttir tilnefnd til Hvatningaverðlauna ÖBÍ

Björg Árnadóttir tilnefnd til Hvatningaverðlauna ÖBÍ

by | 16. Nov, 2022 | Fréttir

Björg Árnadóttur er tilnefnd til Hvatningaverðlauna Öryrkjabandalags Íslands árið 2022 í
flokki einstaklinga fyrir að leiða viðburðaröðina ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir sem ReykjavíkurAkademían setti af stað að frumkvæði Bjargar.

ÖLLUM TIL HEILLA samanstendur af fimm viðburðum þar sem fjallað var um samfélagslistir í víðu samhengi. Hægt var að fylgjast með viðburðunum á netinu og upptökur þeirra textaðar og túlkaðar. Um er að ræða samstarfsverkefni ReykjavíkurAkademíunnar, Reykjavíkurborgar, Listahátíðar í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Reykjavíkurborgar, ÖBÍ réttindasamtaka, Borgarleikhússins, Listar án landamæra, Bandalags íslenskra listamanna, Erasmus+ og Hjálpræðishersins.

Björg leiddi þessa aðila saman og stuðlaði að auknu samstarfi og vakningu varðandi þátttöku fatlaðs fólks og annarra jaðarsettra hópa á þessu sviði.

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þau eru veitt 3. desember hvert ár á alþjóðadegi fatlaðs fólks.

Tilnefningin er verðuskulduð og óskar ReykjavíkurAkademían  Björgu innilega til hamingju og færir henni og samstarfsaðilum verkefnisins þakkir fyrir vel útfærða viðburðaröð.