(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Björn S. Stefánsson: Grein um Halldór Laxness og Sigurð Þórarinsson

Björn S. Stefánsson: Grein um Halldór Laxness og Sigurð Þórarinsson

by | 27. mar, 2023 | Fréttir

Halldór Laxness‐Sigurður Þórinsson

Það var utan brautar innskotið í minningum Halldórs Laxness í Í túninu heima, sem voru fluttar í
Útvarpinu um daginn, þegar hann fjallaði í allítarlegu máli um menningu héraða, eins langt frá átthögum
hans og komist verður hér á landi. Hann sagði m.a.: Hverju sætir að einmitt í þessum héruðum sem mesta
blóðtöku þoldu sakir amrikuferðanna verður stökkþróun í velgeingni og menníngu meiri en annarstaðar í
landinu hjá þeim sem eftir sátu?

Bókin Sigurður Þórarinsson: Mynd af manni er um mann, sem ólst upp í einu þessara héraða,
Vopnafirði. Frásögn er í henni af aðdraganda þess, að það varð ofan á í Sænsku akademíunni, þar sem
átján sátu, að Halldór fengi Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Frásögnin bendir til þess, að bréf Sigurðar,
ritað 8. október 1955 og birt er í bókinni, til tveggja lykilmanna, hafi leitt til þess, að svo fór. Sænska akademían var komin í tímaþröng, og Halldór hafði stuðning aðeins fjögurra. Á næstunni, þar til fréttist
um úrslit málsins 27. október, losnaði um hnútinn, sem málið var í, og Halldót fékk að lokum ellefu atkvæði. Af þessu er ljóst, að Sigurður varð einn mestur örlagavaldur í frama Halldórs. Þetta vissi Halldór
manna best, en nú birtist það almenningi í bók Sigrúnar Helgadóttur um Sigurð.

Þegar Halldór ritaði bernskuminningar sínar, hafa þeir Sigurður þekkst í fjóra áratugi. Halldór
hefur þannig haft tækifæri til að öðlast skilning á þeirri menningu, sem Sigurður ólst upp við. Bókin geymir einmitt nokkra vitnisburði um staka menningu á prestssetrinu Hofi, þar sem Sigurður fæddist, og á
næsta bæ, í Teigi, sen þar sem faðir hans bjó frá 1913 til dauðadags 1924. Við lát hans fór Sigurður aftur á pretssetrið. Þar má einnig skilja, hversu greið leið Sigurðar var til mennta þrátt fyrir föðurmissinn bæði í
Vopnafirði og á Akureyri, og skynja,. hvernig honum ungum varð menningarlíf þjóðarinnar hugstætt, eins og athugasemdir úr dagbókum hans sýna.

Vitaskuld gjörhugsaði Halldór stíl sinn. Þannig skil ég stílrofið, þegar hann skýtur lofi um stökkþróun í velgengni og menningu norðausturhéraðanna inn í bernskuminningar sínar úr Mosfellssveit.
Með þennan skilning horfi ég á myndina í bókinni frá komu konungs svía, Gústafs Adólfs, til Íslands 1957, þar sem þeir standa saman konungur, Hallór, og brosir breitt, og Sigurður, hlustar, feimnislegur.

Höfundur er í ReykjavíkurAkademíunni

Greinin birtist á blaðsíðu 16 í Morgunblaðinu, mánudaginn 27. mars 2023.