(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Þægileg blekking og beiskur raunveruleiki

Þægileg blekking og beiskur raunveruleiki

by | 8. feb, 2010 | Fréttir

ÍNOR og ReykjavíkurAkademían kynna:

Fyrirlestraröð um ímyndir og sjálfsmyndir.
Í samstarfi við Háskólann á Bifröst

 

Annar fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121 frá kl. 12:00 -13:00 föstudaginn 12. febrúar í fyrirlestrarsal á 4. Hæð.
Upptöku af fyrirlestrinum má nálgast á vef Háskólans á Bifröst (www.bifrost.is) á meðan röðin stendur yfir
Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg

 

Þægileg blekking og beiskur raunveruleiki.
Sigurður Jóhannesson

Sjálfsmynd eftir Borghildi Óskarsdóttur

sjalfsmynd.jpgÍslendingum hættir til þess að ofmeta eigið mikilvægi. Þetta er ekki nýtilkomið og Íslendingar eru ekki einir um þennan hugsunarhátt. Ekki er víst að ofmetnaður sé skaðlegur að vissu marki, en hann verður það þegar hann kemur í veg fyrir að látið sé af rangri hegðun. Ofmetnaðurinn náði hámarki í bólunni. Yfirburðir Íslendinga voru meðal þess sem notað var til þess að færa rök að því að bólan væri eitthvað annað en hún var. Eftir að bankarnir hrundu mátti búast við að landsmenn endurmætu sjálfa sig, hagstjórn og samskipti við aðrar þjóðir. Til dæmis mætti skoða það að viðskipti landsmanna við útlönd hafa ekki vaxið meira en landsframleiðsla í áratugi. Íslendingar skera sig úr að þessu leyti. Viðskipti við útlönd eru sérstaklega mikilvæg fyrir smáþjóðir. Um tíma virtist endurmat komið í gang en nú virðist hafa komið bakslag í þá umræðu. Á kaldastríðstímanum var Ísland í lykilstöðu. Landsmenn nýttu sér það óspart, til dæmis í landhelgisdeilum. En heimurinn hefur breyst og Íslendingar hafa misst þessa stöðu. Þá má ekki láta ekki eins og ekkert hafi gerst.

Sigurður Jóhannesson lauk kandídatsprófi í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1987 og doktorsprófi í alþjóðaviðskiptum frá Kent State University árið 2001. Hann hefur meðal annars unnið hjá Kjararannsóknarnefnd, B.S.R.B. og Samtökum atvinnulífsins en hefur starfað á Hagfræðistofnun frá 2002. Sigurður var ritstjóri Vísbendingar, tímarits um viðskipti og efnahagsmál árin 1990-1993. Sérstakan áhuga hefur hann á alþjóðaviðskiptum, erlendum fjárfestingum og umhverfismálum.

Jón Ólafsson stýrir fundi og umræðum.

Allir velkomnir.