1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Þjónustusamningur við Reykjavíkurborg

Þjónustusamningur við Reykjavíkurborg

by | 27. Jan, 2010 | Fréttir

rvk.akademian 008.jpgÁrið 2004 var gerður þjónustusamningur milli Reykjavíkurborgar og ReykjavíkurAkademíunnar, sem kveður á um að fræðimenn RA taki að sér ýmis verkefni, ýmist að eigin frumkvæði eða að beiðni borgarinnar.

Samningurinn var endurnýjaður árið 2007 en rann út sl. haust.

Nú hefur samningurinn verið endurnýjaður til eins árs og hefur reynsla síðustu ára af samningnum verið nýtt til þess að gera framsæknari og skilvirkari samning sem koma mun báðum aðilum til góða.

Þjónustusamningur RA við Reykjavíkurborg hefur verið mikilvægur þáttur í starfsemi RA og hefur hann staðið undir framsæknum viðburðum og þjónustuverkefnum sem hafa verið leyst einstaklega vel af hendi. Því hafa báðir aðilar hug á að halda þessu samstarfi áfram og þróa það áfram.

Myndin er tekin við undirritun nýja þjónustusamningsins á dögunum.