1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Dagsbrúnarfyrirlestrar
  6.  » Dagsbrúnarfyrirlestur 2012

Dagsbrúnarfyrirlestur 2012

by | 5. Nov, 2012 | Dagsbrúnarfyrirlestrar, Fréttir, Viðburðir RA

dagarvinnuogvona.jpg

Dagsbrúnarfyrirlestur 2012

verður haldinn 8. nóvember kl. 12:05 í ReykjavíkurAkademíunni

Hringbraut 121, 4 hæð.

 

Fyrirlesari er

Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur.

Að þessu sinni mun Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur tala út frá riti sínu Dagar vinnu og vona: Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði.

Verkið er sjálfstætt framhald af bókinniVið brún nýs dags sem kom út árið 2007, og líkt og þar eru hér fetaðar nýjar brautir í íslenskri samtímasögu, hvorki hefðbundin félagssaga né strípuð fræðileg greining. Hún er enn síður saga af hetjum og fórnarlömbum.

Verkamannafélagið Dagsbrún er leiðarhnoða um samfélag alþýðufólks.

Með aðstoð félagsins fetum við okkur um umhverfi og hugmyndaheim samfélags sem einu sinni var og dýpkum jafnframt skilning okkar á því sem er.

Verkið er tilraun til þess að skoða viðfang allrar sagnfræði, manneskjuna sjálfa, í umhverfi sem byggt er á hlutlægri sagnfræðilegri rannsókn.

Bókin er prýdd fjölda ljósmynda af vettvangi vinnunnar og hversdagslífs. Þær eru flestar teknar af Karli Christian Nielsen (1895-1951), verkamanni.

Linsuauga hans er notað til þess að skoða heim alþýðufólks, vinnuna, húsnæði, klæði og annað sem taldist til hvunndagslífs í Reykjavík fram um miðja 20. öld.

 

Að fyrirlestrinum standa, auk Bókasafns Dagsbrúnar, Efling-stéttarfélag og ReykjavíkurAkademían.

 

Allir eru velkomnir. Enginn aðgangseyrir.