1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Dagsbrúnarfyrirlestrar
  6.  » Dagsbrúnarfyrirlesturinn 2014

Dagsbrúnarfyrirlesturinn 2014

by | 4. Nov, 2014 | Dagsbrúnarfyrirlestrar, Fréttir, Viðburðir RA

Sumarliði R. Ísleifsson fjallar um bókina Sögu Alþýðusambands Íslands miðvikudaginn 12. nóvember kl. 12:05 í ReykjavíkurAkademíunni Þórunnartúni 2, 2. hæð

Saga Alþýðusambands Íslands

Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræð­ingur. Hann hefur sinnt rannsóknum á ímyndum Íslands, en auk þess hefur hann fjallað um sögu atvinnulífs, stjórnmála og verkalýðshreyfingar á 20. öld. Hann skrifaði sögu Alþýðusam­bands Íslands sem kom út í tveimur bindum á síðasta ári. Í vor sem leið lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Í fyrirlestrinum mun Sumarliði fjalla um tilgang þess að skrifa sögu verkalýðshreyfingarinnar og lýsa því hvernig verkið er byggt upp. Hann mun einnig fjalla um nokkur helstu þemu sem birtast í verkinu, helstu viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar og hvernig henni vegnaði í baráttu sinni. Þá mun hann ræða um skipulag hennar, hvernig til tókst við up

pbyggingu hreyfingarinnar og einnig um sérkenni hreyfingarinnar samanborið við nágrannalöndin.
Allir velkomnir!

Að fyrirlestrinum standa auk Bókasafns Dagsbrúnar, Efling-stéttarfélag og ReykjavíkurAkademían.