(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Dagsbrúnarfyrirlestrar
  6.  » Dagsbrúnarfyrirlesturinn 2018: Eftirlaun aldraðra

Dagsbrúnarfyrirlesturinn 2018: Eftirlaun aldraðra

by | 19. mar, 2018 | Dagsbrúnarfyrirlestrar, Fréttir, Viðburðir RA

haukur arnthorssonHinn árlegi Dagsbrúnarfyrirlestur RA, Bókasafns Dagsbrúnar og Eflingar – stéttarfélags verður haldinn í hádeginu fimmtudaginn 22. mars næstkomandi, kl. 12:00 til10271608 815731018448518 6598055839622141477 n 13:15. Dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, mun fjalla um eftirlaun aldraðra hér á landi og þróunina í kjörum þeirra.

Barátta verkalýðsfélaga fyrir auknum félagslegum réttindum á borð við lífeyrisréttindi er ekki eins sýnileg og baráttan fyrir hækkuðu kaupgjaldi. Af þessum sökum munu Dagsbrúnarfyrirlestrar RA til næstu ára beina sjónum að félagslegum réttindum launþega, þá ekki síst réttindum þeirra sem hverfa tímabundið eða ótímabundið af vinnumarkaði sökum aldurs eða heilsutjóns.

Samkvæmt venju er fyrirlesturinn haldinn í fundarsal RA í Bókasafni Dagsbrúnar á fjórðu hæð að Þórunnartúni 2.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Léttar veitingar í boði.