1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing 27.maí

Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing 27.maí

by | 17. May, 2010 | Fréttir

Attac á Íslandi og ReykjavíkurAkademían kynna:
Fyrirlestraröð um “Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing”

Í maí og júní mun Attac á Íslandi gangast fyrir röð fyrirlestra. Þeir munu fjalla um einkavæðingu, markaðsvæðingu og hnattvæðingu undanfarinna áratuga.

Annar fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, frá kl. 20:00 – 21:30 fimmtudaginn 27. maí í fyrirlestrarsal á 4. hæð.

Guðmund Jónsson prófesor í sagnfræði flytur fyrirlestur undir heitinu

Hnattvæðingin og efnahagslegt öryggi Íslendinga

Í fyrirlestrinum mun Guðmundur að fjalla um hugtakið efnahagslegt öryggi og skoða
í sögulegu samhengi hvaða þættir hafa helst stuðlað að áhættu og óöryggi í
íslensku efnahagslífi.

Fyrirlesarar í þessari röð auk Guðmundar eru Anna Karlsdóttir landfræðingur við Háskóla Íslands, Magnús Sveinn Helgason hagsögufræðingur og Viðar Þorsteinsson heimspekingur.

13. maí: Anna Karlsdóttir landfræðingur við Háskóla Íslands flytur fyrirlestur undir heitinu „Fyrirtækjaræði og lögleysur félagslegrar ábyrgðar í samtímanum.“

10. júní: Magnús Sveinn Helgason hagsögufræðingur heldur fyrirlestur, efni nánar auglýst síðar.

24. júní: Viðar Þorsteinsson heimspekingur flytur fyrirlestur undir heitinu „Nýfrjálshyggjan er ekki til.”