(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » „Ek em íslenzkr maðr.“

„Ek em íslenzkr maðr.“

by | 8. feb, 2010 | Fréttir

ÍNOR og ReykjavíkurAkademían kynna:

Fyrirlestraröð um ímyndir og sjálfsmyndir.
Í samstarfi við Háskólann á Bifröst
Þriðji fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni,
Hringbraut 121 frá kl. 12:00 -13:00 föstudaginn 26. febrúar í
fyrirlestrarsal á 4. Hæð.

Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg

Sjálfsmynd eftir Borghildi Óskarsdóttur

sjalfsmynd.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

„Ek em íslenzkr maðr.”
Íslendingurinn í Íslendingasögum og viðtökum þeirra.

Helga Kress

 

Fjallað verður um myndir og sjálfsmyndir Íslendingsins í bókmenntategundinni
Íslendingasögur og tengt hugmyndum um karlmennsku, kynferði, tungumál (m.a.
skáldskap) og þjóðerni.

Út frá kenningum í ritinu Kulturgeschichte der
Missverständnisse (ritstj. Henscheid, Henschel, Kronauer, Leipzig 2000) verður síðan fjallað um viðtökur og (rang)túlkun fræðimanna á 20. öld á mynd Íslendingsins í
þessum textum, einkum hins svokallaða „Íslenzka skóla” með útgáfu íslenzkra fornrita ásamt þeirri ímyndasköpun sem þar á sér
stað (og kemur m.a. fram í vali handrita, samræmdri stafsetningu fornri, formálum og neðanmálsgreinum) og hefur
gengið aftur í viðteknum bókmenntasögum sem og íslenskri menningu fram á þennan dag.

Helga Kress er bókmenntafræðingur og prófessor emeritus í bókmenntafræði við
Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru einkum á sviði femínískra bókmenntafræða
og íslenskrar bókmenntasögu að fornu og nýju og hefur hún gefið út fjölda rita um
þau efni.
Vefsíða http://www.hi.is/~helga

Jón Ólafsson stýrir fundi og umræðum.

Allir velkomnir.