1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Er sæmdarréttur tímaskekkja?

Er sæmdarréttur tímaskekkja?

by | 26. Apr, 2011 | Fréttir


Málþing í sal ReykjavíkurAkademíunar, JL-húsinu, 4. hæð, Hringbraut 121, Reykjavík.
Föstudaginn 29. apríl klukkan 12.10 og stendur til 13.30.
mic.jpg

Teitur Skúlason: Sæmdarréttur í stafrænu umhverfi

Egill Viðarsson: Sæmdarréttur er tilræði við tjáningarfrelsi
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Undanfarnar vikur hafa skapast umræður um tilgang og erindi sæmdarréttar í prentverki, listum og stafrænni menningu. Í því samhengi hafa verið spurðar spurningar um tengsl sæmdarréttar og tjáningarfrelsis, tækniþróunar og siðferðis. Þá vilja sumir skoða sæmdarréttinn í íslenskum höfundaréttarlögum sem réttindi sem verja verði eins og hver önnur grundvallar mannréttindi á meðan aðrir líta hann sem heftandi fyrir sköpun og listrænt frelsi. Það er því full ástæða til þess að fræðast betur um þetta mál og ýmsar hliðar þess.

Því bjóða ReykjavíkurAkademían og Meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst til málstofu í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar föstudaginn 29. apríl til þess að ræða sæmdarréttinn í íslenskum höfundarlögum og menningarlegu samhengi. Frummælendur eru tveir ungir fræðimenn sem nálgast efnið út frá ólíkum fræðasviðum en að loknum stuttum erindum verður boðið uppá umræður.


Teitur Skúlason er lögfræðingur útskrifaður frá Háskóla Íslands vorið 2010. Meistararitgerð hans frá HÍ bar yfirskriftina “Framsal á sæmdarrétti samkvæmt 3. mgr. 4. gr. höfundalaga nr. 73/1972”. Teitur stundar meistaranámi við Stokkhólmsháskóla, bæði í Evrópskum hugverkarétti og Lögum um upplýsingartækni.

Egill Viðarsson er meistaranemi í þjóðfræði við HÍ og vinnur að rannsókn á höfundarrétt í tengslum við „höfundalaust“ efni.

Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson, lektor við Háskólann á Bifröst.