1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Öndvegiskaffi RA 22. febrúar kl. 12:00-13:00

Öndvegiskaffi RA 22. febrúar kl. 12:00-13:00

by | 14. Feb, 2018 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

Ferð hetjunnar – Hero’s Journey

bjorg arnadottirÍ Öndvegi fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi mun Björg Árnadóttir segja frá ferðalagi sínu sem hófst árið 2011 með þátttöku í
Evrópuverkefninu ,,BASICS – bibliodrama as a way of intercultural learning”. Nú tekur Björg þátt í afar spennandi verkefni ,,HIT – Hero, Inclusion and
Transformation” sem snýst um að laga hugmyndir goðsagnafræðingsins þekkta, Joseph Campbel  og aðferðir
leikhússmannsins Paul Rebillot að fullorðinsfræðslu og vinnu með jaðarsettu fólki og öllum almenningi.
Björg fjallar einnig um hvernig hún beitir þeim aðferðum sem hún hefur kynnst í Evrópuverkefnunum
í kennslu sinni hérlendis. Samkvæmt venju hefst kaffispjallið kl. 12:00 stundvíslega í Bókasafni Dagsbrúnar á 4. hæð í Þórunnartúni 2. 

Veitingar í boði.