1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Fjármálaætlun fyrir árin 2024-2028. Athugsemd ReykjavíkurAkademíunnar

Fjármálaætlun fyrir árin 2024-2028. Athugsemd ReykjavíkurAkademíunnar

by | 14. Apr, 2023 | Fréttir, Umhverfi rannsókna

Umsögn til fjárlaganefndar

Athugasemd ReykjavíkurAkademíunnar við fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 beinist að því að fræðasamfélagið utan háskólanna er hvergi ávarpað þrátt fyrir að þung áhersla sé lögð á mikilvægi

rannsókna og nýsköpunar. Ástæðan virðist vera sú að rannsóknir og nýsköpun á sviði hug- og félagsvísindi er borin uppi af einstaklingum
sem starfa undir eigin kennitölum og í fyrirtækjum sem vegna smæðar sinnar og fjölbreytileika starfseminnar fangast sjaldan upp í mælingum Hagstofunnar. Því ná aðgerðir stjórnvalda ekki til þess
hluta fræðasamfélagsins sem þó gengir veigamiklu hlutverk þegar kemur að því að hlúa að rannsóknum og nýsköpun á sviði hug- ogfélagsvísinda og er uppstöðulón mannauðs og þekkingar
háskólasamfélagsins og skiptir sköpum fyrir unga rannsakendur sem vilja nýta menntun sína og þekkingu til þess að stunda sjálfstæðar rannsóknir. Af sömu ástæðu er aðgengi fræðafólks utan
háskólanna að fjármagni til rannsókna takmarkað. Það er breyting frá því sem áður var og skýrist af því að styrkveítingum Rannsóknasjóðs er í dag kerfisbundið beint að því að styrkja rannsóknir innan
háskólanna.

Staðan er alvarleg og verði eftir því leitað lýsa fulltrúar ReykjavíkurAkademíunnar yfir vilja til þess að útskýra með gögnum og nánari upplýsingum það mikilvæga hlutverk sem fræðafólk utan háskólanna
gegnir í samfélaginu ogtil hvaða aðgerða þarf að grípa til að auka sýnileika þess í hagkerfinu. Bréf ReykjavíkurAkademíunnar til Fjárlaganefndar Alþingis

Krækja á síðu Fjármálaáætlunar á vef Alþingis