(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Forstöðumaður Bókasafns Dagsbrúnar ráðinn til starfa

Forstöðumaður Bókasafns Dagsbrúnar ráðinn til starfa

by | 1. okt, 2021 | Fréttir

Sigurgeir Finnsson forstöðumaður Bókasafns Dagsbrúnar

Sigurgeir Finnsson, forstöðumaður Bókasafns Dagsbrúnar

Sigurgeir Finnsson var í dag ráðinn forstöðumaður Bókasafns Dagsbrúnar. Hann er með MLIS gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Hí og BA gráðu í mannfræði og hefur starfað síðast liðin fjórtán ár á Landsbókasafni Íslands –Háskólabókasafni fyrst sem sérfræðingur í millisafnalánum og undanfarin fjögur ár sem verkefnastjóri rannsóknarþjónustu og opins aðgangs hjá Landsbókasafni. Þar sem hann sá um varðveislusafnið Opin vísindi og hafði frumkvæði að því að safnið fór að skrá og úthluta DOI númerum fyrir greinar í íslenskum tímaritum.  Þá hefur Sigurgeir síðustu tvö árin starfað við innleiðingu rannsóknarupplýsingakerfis (CRIS) fyrir háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi sem mun opna í lok árs 2021 undir nafninu IRIS.

Auk þess að byggja upp og sjá um vefinn openaccess.is þá hefur Sigurgeir meðal annars fjallað um opinn aðgang í tveimur greinum í Kjarnanum: Leikhús fáránleikans og Gulur, gylltur, grænn og brons. Einnig má í þessu samhengi benda á erindi Sigurgeirs Opinn aðgangur: Útgáfa, kostnaður og aðgangur að fræðigreinum erindi á málþingi Vísindafélags Íslands, 15. nóvember 2019 (byrjar á mínútu 35).

Með ráðningu Sigurgeirs er stigið stórt skref í þá átt að gera Bókasafn Dagsbrúnar að öflugu og opnu sérfræðibókasafni en ekki síður að auka stuðninginn við það fræðafólk sem þangað leitar. Hluti af starfi Sigurgeirs felst í að efla á nýjan leik rannsóknaþjónustuna sem starfrækt er við ReykjavíkurAkademíuna og hafa umsjón með vef stofnunarinnar og kynningarmálum.

Sigurgeir hefur störf við Bókasafn Dagsbrúnar 1. janúar 2022.

ReykjavíkurAkademían og Bókasafn Dagsbrúnar bjóða Sigurgeir velkominn til starfa.