Árskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar árið 2011.

forsa.jpg


Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar. Í henni er ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald og helstu rannsóknarverkefni innan RA. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2011

Árið 2011 var einstaklega viðburðaríkt ár í starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar sem varð fjórtán ára á árinu. Miklar breytingar urðu á högum stofnunarinnar, nýir samningar náðust við opinbera aðila, ný og spennandi rannsóknarverkefni voru sett á fót og ný hugsun í rekstri var formgerð og staðfest. 

Ný stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar var kjörin á aðalfundi 13. apríl 2012

Read more ...

Árskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar árið 2010.

Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar. Í henni er ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald og helstu rannsóknarverkefni innan RA. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2010.

Í skýrslunni er einnig gerð grein fyrir starfsemi Félags ReykjavíkurAkademíunnar auk þess að helstu verkefni fræðimanna eru tíunduð í sérstöku fylgiskjali með skýrslunni.

Árið 2010 var ReykjavíkurAkademíunni rekstrarlega mjög þungt í skauti og einkenndist starfsemin af mikilli óvissu um hvort hún ætti einhverja framtíðarmöguleika. Í árslok leit jafnvel út fyrir að leggja þyrfti starfsemina niður á aðalfundi 2011 vegna rekstrarerfiðleika og húsnæðisvandræða. Það sem af er árinu eru horfurnar mun hagstæðari fyrir ReykjavíkurAkademíuna og munar þar mest um algera endurskipulagningu á rekstri, nýjan húsaleigusamning og síðast en ekki síst nýjan og metnaðarfullan styrktarsaming við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Read more ...

Ársskýrsla ReykjavíkurAkademíu 2009

Ársskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar árið 2009.

ra-2010.jpg

Viðar Hreinsson fráfarandi framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar. Í henni kemur fram að starfi ReykjavíkurAkademíunnar megi gróflega skipta í þrennt. Í fyrsta lagi rannsóknir og miðlun einstakra meðlima sem vinna að sínum eigin verkefni, í öðru lagi í sameiginleg verkefni sem RA sem stofnun ýmist styður eða hefur tekið frumkvæði að og í þriðja lagi í fyrirlestra og fundaraðir um fræðileg efni og brýn samfélagsleg álitamál.

Á árinu 2009 kom út saga RA: Fræðimenn í flæðarmáli. Saga ReykjavíkurAkademíunnar eftir dr. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðing. Þar kemur skýrt fram að RA hefur myndað mótvægi við þá slagsíðu fræða- og háskólasamfélagsins undanfarinn áratug þar sem alræði markaðshyggjunnar hefur stutt einhliða uppbyggingu viðskipta- og markaðstengds náms, meðan hug- og félagsvísindi hafa legið óbætt hjá garði.

Þá var haustið 2009 hrint í framkvæmd því nýmæli í starfi RA að bjóða stúdentum í MA- eða doktorsnámi endurgjaldslausa aðstöðu í þrjá mánuði, en að þeim tíma loknum gæfist þeim kostur á að leigja aðstöðuna á hefðbundnu verði. Þessi tilraun var gerð til að fá nýtt blóð inn í RA og hefur gefist einstaklega vel. Þessu verður haldið áfram hausti komanda.

Í ársskýrslunni eru tíundaðar ítarlegar allar þær rannsóknir og verkefni sem ReykjavíkurAkademían hefur staðið fyrir eða verið þátttakandi að á árinu 2009.

Ný stjórn ReykjavíkurAkademíunnar var kjörin á aðalfundi 16. apríl síðastliðinn

Read more ...

FaLang translation system by Faboba