1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Fréttatilkynning: Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age

Fréttatilkynning: Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age

by | 29. Oct, 2010 | Fréttir

ReykjavíkurAkademían kynnir bókina Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age eftir Axel Kristinsson.

Mörg samfélög manna hafa tekið upp á því að þenjast út með tilheyrandi landvinningum og landnámi. Af hverju gera sum samfélög þetta en önnur ekki? Hér er sett fram kenning sem getur skýrt mörg eða flest þessara tilvika svo sem útþenslu Grikkja á 7. og 6. öld f. Kr., Rómverja, Germana, Víkinga og Evrópu á 19. og 20. öld. Um leið er mótuð sagnfræðileg aðferð þar sem meiri áhersla er lögð á að leiða í ljós almenn sannindi um þróun mannlegra samfélaga fremur en að skýra einstök tilvik

axel_kristinsson.jpg

Axel Kristinsson (f. 1959) er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur sem hefur einkum rannsakað félagspólitíska sögu Íslands á miðöldum og árnýöld. Á síðari árum hefur hann þó einkum fengist við sína eigin útgáfu af makró-sagnfræði þar sem nálgun þróunarfræði og flækjufræði er beitt til að leiða í ljós almenn lögmál um þróun samfélaga. Axel býr í Reykjavík og ræktar tré í tómstundum.

 

 

Bókin er á ensku.

Verð = 3.700 isk + sendingakostnaður

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast HÉR

Heimasíða: http://www.axelkrist.com/

expansionskapa.jpg