SWAIP (e. Social inclusion and Well-being through the Arts and Interdisciplinary Practices)

ÍSLENSKA

Verkefni

Listaháskóli Íslands lauk sumarið 2021 Erasmus+ verkefninu SWAIP (e. Social inclusion and Well-being through the Arts and Interdisciplinary Practices) sem unnið var í samvinnu við sex aðrar háskólastofnanir í Evrópu. Afraksturinn er ný námslína á meistarastigi við listkennsludeild LHÍ sem áætlað að hefjist haustið 2023. Námið er sniðið að listamönnum, listkennurum og heilbrigðisstarfsfólki með bakgrunn í listum.

Í stýrihóp verkefnisins voru dr. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar, dr. Halldóra Arnardóttir og dr. Unnur Óttarsdóttir. Halldóra er listfræðingur og verkefnastjóri verkefnisins: Listir og menning sem meðferð. Halldóra hefur stýrt fjölmörgum verkefnum þar sem unnið er með listir og menningu með það að markmiði að efla lífsgæði Alzheimersjúklinga. Unnur sem er listmeðferðarfræðingur og myndlistarkona hefur starfað sem meðferðafræðingur og rannsakandi á því sviði í ReykjavíkurAkademíunni, jafnframt því að stunda myndlist. Rannsóknir Unnar hafa einkum beinst að notkun teikninga til úrvinnslu minninga og til að leggja á minnið.

Í málstofunni verður SWAIP námsbrautin kynnt og þær Unnur og Halldóra kynna aðferðir sínar og rannsóknir sem m.a. lágu til grundvallar hugmyndafræði námsbrautarinnar.

https://swaipproject.lhi.is/

Gagnagrunnsvefsíða: http://swaip.lhi.is/

ENGLISH

Project

In the summer of 2021, the Iceland University of the Arts completed the Erasmus + project Social Inclusion and Well-being through the Arts and Interdisciplinary Practices (SWAIP), which was carried out in collaboration with six other universities in Europe. The result of the project is a new study programme at master’s level, which is expected to launch in autumn 2023 at the art education department of the Iceland University of the Arts. The course is aimed at artists, art pedagogues and health professionals with a background in the arts.

The steering group members of the SWAIP project were Dr Kristín Valsdóttir, Dean of the education department; Dr Halldóra Arnardóttir; and Dr Unnur Óttarsdóttir. Halldóra is an art historian and project manager of Arts and Culture as Treatment. Halldóra has led numerous projects that work with the arts and culture with the aim of improving the quality of life of Alzheimer’s patients. Unnur, who is an art therapist and visual artist, has worked as a therapist and researcher at the Reykjavík Academy, as well as being a practising artist. Unnur’s research has mainly focused on the use of drawings to both process memories and memorize.

The SWAIP study line will be introduced at the event and Unnur and Halldóra will present their methods and research which contributed to forming the basis of the theories and methods of the course.

https://swaipproject.lhi.is/

Resource website: http://swaip.lhi.is/