(354) 562 8565 ra@akademia.is

Styrkur úr Nýsköpunarsjóð námsmanna:

Gagnagrunnur um starf og afurðir sjálfstætt starfandi fræðafólks

ReykjavíkurAkademían hlaut í dag styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til þess að ráða tvo nemendur til að vinna gagnagrunn sem tekur til  upplýsinga um störf hundruð sjálfstætt starfandi fræðafólks sem á tímabilinu 1997 – 2021 starfaði, um lengri eða skemmri tíma í ReykjavíkurAkademíunni og í AkureyrarAkademíunni. sem er starfsaðili okkar við gerð gagnagrunnsins.

Yfirlit yfir fjölda, menntun, störf, starfsaðstæður og afurðir sjálfstætt starfandi fræðafólks í menningu, félags- og hugvísindum liggja ekki á lausu. Markmiðið með gagnagrunninum er að ná utan um 24 ára auðlegð og fjármögnun þekkingar í RA og AkAk þannig að hægt verði að hafa yfirsýn yfir og fylgjast með starfsemi sjálfstætt starfandi fræðafólks og þeim breytingum sem verða á henni. Þannig mun grunnurinn nýtast til stefnumótunar, til að tala fyrir og gera hópinn sýnilegan í opinberum hagtölum og til að meta hagrænt framlag hans til samfélagsins.

Merki AkureyrarAkademíunnarGerð gagnagrunnsins er forsenda þess að hægt sé að skrá sjálfstætt starfandi fræðafólk sem hóp inn í ÍRIS, rannsóknarupplýsingakerfi fyrir háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi sem fljótlega verður tekið í notkun og seinna meir verður grunnurinn uppfærður með upplýsingum frá fræðafólki sem hefur starfað utan RA og AkAk og því mun hann því nýtast við rannsóknir á sögu íslenskra fræða og þekkingasköpunar og til frekari sköpunar og starfsemi.

Einnig er uppi áform um að nýta grunninn til að kortleggja nánar starfsaðstæður sjálfstætt starfandi fræðafólks, skoða fræðilegan bakgrunn þess og sjálfsmynd og bera saman við aðstæður sjálfstætt starfandi fræðafólk í öðrum löndum.

Áformað er að nemendur munu kynna niðurstöðu verkefnisins í opnum fyrirlestri 4. nóvember næstkomandi á afmælismálþingi ReykjavíkurAkademíunnar, Sjálfstæðir rannsakendur – umhverfi og áskoranir. Þar munu nemendur fjalla um gagnagrunninn og tilurð hans og greina frá fyrstu niðurstöðum á bakgrunni, afurðum og fjármögnun sjálfstætt starfandi fræðimanna.

Akademíurnar tvær, norðan og sunnan heiða, leita nú að nemenda í bókasafns- og upplýsingafræði og í sagnfræði til þess að vinna verkefnið undir stjórn framkvæmdarstjóra ReykjavíkurAkademíunnar Önnu Þorbjargar Þorgrímsdóttur sagnfræðings og safnafræðings, Sigurgeirs Finnssonar forstöðumanns Bókasafns Dagsbrúnar, Lilju Hjartardóttur stjórnmálafræðings og framkvæmdarstjóra AkureyrarAkademíunnar Aðalheiðar Steingrímsdóttur kennara og sagnfræðings. Verkefnið er spennandi og þeir nemendur sem hafa áhuga á að starfa að því í sumar geta haft samband við okkar í gegnum netfangið ra [hja] akademia.is