1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Gammablossar 3. nóvember

Gammablossar 3. nóvember

by | 1. Dec, 2008 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

1.12.2008

Úlfhildur Dagsdóttir mun sigla með sæborgum í Gammablossum miðvikudaginn 3. desember.  

Fyrirlestur Úlfhildar “Ég sigli með sæborginni: líkami, vél, umræða” fer fram í sal ReykjavíkurAkademíunnar á milli klukkan 12.05 og 13.00. Í erindinu fjallar Úlfhildur um rannsókn sína á tæknimenningu og tengslum vélar og mannslíkama.

Í rannsókn Úlfhildar er lögð sérstök áhersla á að kanna hvernig skáldskapur (bókmenntir, kvikmyndir, myndasögur, myndmál) hafa átt mikilvægan þátt í að fjalla um aukin þátt tækni í menningu og samfélagi og hvaða áhrif þetta hefur á mannlegt samfélag og hugmyndir um mennsku. Tekin verða nokkur þekkt og minna þekkt bókmenntadæmi til að ræða sérstaklega spurninguna um ábyrgð í tengslum við tæknimenningu.

Úlfhildur er bókmenntafræðingur, háskólakennari og bókaverji sem hefur mikið látið að sér kveða á undanförnum árum í sambandi við umfjöllun um bækur og tíðaranda. Hún var lengi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni en starfar nú á Borgarbókasafninu.