1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Gammablossar 6. maí

Gammablossar 6. maí

by | 4. May, 2009 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

Í Gammablossum 6. maí flytur Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, fyrirlesturinn „Bernska ofurseld valdi. – Hag- og sagnfræðileg greining.” Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.05 og stendur til klukkan 13.00. Allir velkomnir.

Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er lektor í hagfræði við Háskóla Íslands og hefur umsjón með meistaranámi í heilsuhagfræði við skólann. Hún lauk doktorsprófi í hagfræði frá University of Miami í Bandaríkjunum en þar á undan lauk hún B.A.-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Yfirlit fyrirlestrarins:
Tinna Laufey mun ræða stöðu bernskunnar í tímans rás, hvernig samspili barna og fjölskyldna þeirra hefur verið háttað á nýöld í Evrópu og hvaða breytingum þetta samband hefur tekið á tuttugustu öld. Hún mun spá í hvernig nota má sagn- og hagfræðina til að draga saman upp áhugaverða mynd af þróun bernskunnar. Tinna Laufey mun jafnframt velta fyrir sér forsendum ríkisinngripa á síðari tímum og áhrifum þeirra á samskipti barna og foreldra í framtíðinni.

 

Gammablossar
[Gammablossar myndast í hamfarakenndum ævilokum massa – mikilla sólstjarna. Þeir geta orðið gríðarlega bjartir og sjást langt að].

Fyrirlestraröð í ReykjavíkurAkademíu sem er haldin einu sinni í mánuði

Miðvikudagur í ReykjavíkurAkademíu
JL-húsinu – Hringbraut 121 – 4. hæð (stóri salurinn)
Kl. 12:05-13:00