1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Valgerður Bjarnadóttir í Gammablossum

Valgerður Bjarnadóttir í Gammablossum

by | 3. Feb, 2010 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

[Gammablossar myndast í hamfarakenndum ævilokum massamikilla sólstjarna. Þeir geta orðið gríðarlega bjartir og sjást langt ].

Fyrirlestraröð í ReykjavíkurAkademíu sem er haldin einu sinni í mánuði

Föstudagur í ReykjavíkurAkademíu

JL-húsinu – Hringbraut 121 – 4. hæð (stóri salurinn)

Kl. 12:05-13:00

2010

5. febrúar 2010 Valgerður H. Bjarnadóttir

 

Vanadísarsaga, völvu og valkyrju – helgar ímyndir úr minni íslenskrar konu

 

valgerdur_bjarnadottir.jpg

 

Valgerður lauk prófi í félagsráðgjöf frá Noregi 1980, BA í heildrænum fræðum (Integral Studies) með áherslu á draumafræði, frá California Institute of Integral Studies í San Fransiskó 1996 og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu (Philosophy and Religion, Concentration in Women‘s Spirituality) með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú, frá sama skóla 2001.

Hún hefur starfað að málefnum kvenna, kennslu og ráðgjöf í áratugi og hefur fjölþætta reynslu að baki. Valgerður er nú sjálfstætt starfandi og hefur aðsetur í AkureyrarAkademíunni.

 

 

 

 

Yfirlit fyrirlestrarins:

Sögurnar og goðsagnirnar sem við erfðum og köllum okkar, eru skráðar minningar einstaklinga úr ýmsum samfélögum, en sem byggðu Ísland frá 9.öld. Flestar eru skráðar af kristnum körlum einhverjum öldum eftir að sögurnar urðu til og þau sem hafa túlkað þær á síðustu öldum,  gera það flest út frá karllægum, kristnum, bókmenntalegum, vestrænum, línulegum og rökrænum viðhorfum.

MA-ritgerð Valgerðar, The Saga of Vanadís, Völva and Valkyrja – Images of the Divine from the Memory of an Islandic Woman,  kom út á bók hjá Lambert Academic Publishing í Þýskalandi 2009.  Þar setur  Valgerður fram nýja túlkun á sögunum og goðsögnunum og rennur Völuspá eins og rauður þráður í gegnum verkið.  Gyðjan og konan eru í forgrunni, draumurinn í bakgrunni. Bókin fjallar í raun um leitina að þráðum fornevrópskrar gyðjumenningar, sem hafa lifað og lifa enn í íslenskri menningu.

Sagan er rakin allt aftur til tímans „fyrir stríð” (sbr. „Það man hún fólkvíg fyrst í heimi”) þegar jafnvægi virðist hafa ríkt milli hinnar villtu náttúru og manngerðs samfélags og milli kvenna og karla, og byggir hún þar m.a. á kenningum litháensku fræðikonunnar Mariju Gimbutas.