1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Guðrún Hallgrímsdóttir gullverðlaunahafi

Guðrún Hallgrímsdóttir gullverðlaunahafi

by | 11. Sep, 2023 | Fréttir

Guðrún Hallgrímsdóttir gullverðlaunahafiGuðrún Hallgrímsdóttir sem starfar við ReykjavíkurAkademíuna, hlaut verðlaunin Gold Innovative Food of the Year  2023 AWARD WINNER frá GLOBALWIIN, (Global Women Inventors & Innovators Network) sem veitt voru á ársfundi samtakanna í Hörpu 7. september síðastliðinn.

Samtökin GLOBALWIIN voru upphaflega stofnuð til að fylla upp í gendargap á alþjóðlega vísu og vekja athygli á framlagi kvenna.  Verðlaunin eru veitt til að vekja athygli á konum sérstaklega sem með nýjum  aðferðum, þjónustu eða vöru leggja sitt af mörkum til að ná sameiginlegu markmiði okkar allra; aukin lífsgæði og betri heimur.

Perez Ochiengm forstjóri SACOMA Global foods Innovation, ,,UK limited company with a social impact and innovation-led food business model aiming to develop new innovative food products” afhenti verðlaunin.

Verðlaun Guðrúnar eru fyrir framlag hennar og samstarfsmanna í Hyndlu, þeirra Bjarna Bjarnasonar og Gests Ólafssonar svo og vísindamannsins og samastarfsmanns, Karls Gunnarssonar, við að þróa ræktun stórþörunga innanhúss í borholusjó  til neyslu og hvers kyns efnavinnslu og þannig m.a. að hafa áhrif á matarframboð framtíðar, draga úr kolefnisspori neyslu og vernda lífríkið.

Hipp, hipp húrra fyrir Guðrúnu okkar Hallgrímsdóttur!

Gullverðlaun Guðrúnar Hallgrímsdóttur

Guðrún Hallgrímsdóttir