(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Gunnar Þorri Pétursson tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunana 2022

Gunnar Þorri Pétursson tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunana 2022

by | 10. jan, 2022 | Fréttir

Gunnar Þorri Pétursson hefur ásamt sex öðrum verið til­nefndur til Íslensku þýðinga­verðlaun­anna árið 2022 fyrir þýðingu sína á bókinni Tsjerno­byl-bæn­in. Framtíðarannáll eftir Svetl­ana Al­eksíevít­sj. sem Ang­ú­stúra gaf út. Bókin fjallar um spreningingarnar í kjarnaklúfi í Tsjernobyl í Úkraínu sem urðu 26. apríl 1986 og teljast vera stærsta kjarnorkuslys allra tíma. “Himinninn logaði og geislunin náði yfir stórt landsvæði. Slysið hafði hörmuleg áhrif á líf hundruði þúsunda manna til frambúðar. Ráðamenn reyndu að þagga slysið niður. Þetta er vitnisburður þeirra sem lifðu af.” segir um bókina á vef Angústúru enda byggir höfundurinn frásögnina á hundruðum viðtala við fólk sem lifði slysið af. Tsjernobyl-þættirnir vinsælu eru að hluta til byggðir á þessari bók

Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Svetlana Aleksíevítsj  hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2015 og hafa bækur hennar verið þýddar á 53 tungumál.

Banda­lag þýðenda og túlka í sam­starfi við Rit­höf­unda­sam­band Íslands og Fé­lag ís­lenskra bóka­út­gef­enda stendur að verðlaununum sem hafa verið veitt árlega frá 2005.

ReykjavíkurAkademían óskar Gunnari Þorra og félögum innilega til hamingju með tilnefninguna.

Frétt uppfærð 1. febrúar 2022:  Rætt var við Gunnar Þorra Pétursson um Tjernobyl-bænina í Lestinni á Rás 1.