1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » H21 NÚ ENDURHEIMT 2014

H21 NÚ ENDURHEIMT 2014

by | 18. Aug, 2015 | Fréttir, H-21, Upptökur, Viðburðir RA

HUGMYNDIR 21. ALDARINNAR

NÚ ENDURHEIMT

Upptökur af málþingi ReykjavíkurAkademíunnar sem haldið var
laugardaginn 27. september 2014, kl. 11:00 – 15:00 í sal ReykjavíkurAkademíunnar
í JL-Húsinu Hringbraut 121

Movie icons 01 512 Smellið á nöfn fyrirlesara til að nálgast upptökur af fyrirlestrunum. Movie icons 01 512

Páll Jakob Líndal: Nú verður fjallað um sálfræðilega endurheimt. 
Páll er doktor í umhverfissálfræði frá University of Sydney og vinnur að rannsóknum um hvernig þétta megi byggð þannig að hún hafi jákvæð áhrif á fólk

Magnús GestssonNú er listin endurheimt en hvar er galleríið.
Magnús er doktor í safnafræðum frá School of Museum Studies, University of Leicester. Rannsóknarsvið hans er samtímamyndlist, sjónlistir í almannarými og listmarkaðir.

Elsa EiríksdóttirSamhengi núsins og endurheimt þekkingar.
Elsa er doktor í verkfræðilegri sálfræði frá Georgia Institute of Technology. Rannsóknarsvið hennar er hvernig verkleg kunnátta lærist og færni yfirfærist á nýjar aðstæður.

Unnur G. ÓttarsdóttirNú er námsfærni endurheimt með skrifmyndum.
Unnur er doktor í listmeðferð frá University of Hertforshire í Englandi. Rannsóknarsvið hennar er listmeðferð og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Unnur rekur listmeðferðarstofu.

 

 Umræðustjóri var Guðrún Ingólfsdóttir