1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Háskólanemi ráðinn í sumarstarf

Háskólanemi ráðinn í sumarstarf

by | 2. Jun, 2021 | Fréttir

Mynd af nýjum starfsmanni

Viktoría Emma Berglindardóttir hefur verið ráðin til starfa hjá ReykjavíkurAkademíunni í sumar til þess að safna saman til birtingar á heimasíðu stofnunarinnar útgefnu efni þeirra fjölmörgu fræðimanna og rannsóknarverkefna sem hafa starfað undir hatti Akademíunnar frá stofnun árið 1997.

Í starfinu felst einnig að miðla og ritstýra efni á heimasíðunni og vinna að því að betrum bæta heimasíðuna.

Viktoría Emma leggur stund á tölvunarfræði við HÍ og hefur áður lokið BA gráðu í japönsku. Við hjá ReykjavíkurAkademíunni væntum mikils af Viktoríu Emmu í sumar og bjóðum hana hana velkomna til starfa.