1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Héðinn og húsaskjólið – málþing 15. maí

Héðinn og húsaskjólið – málþing 15. maí

by | 8. May, 2009 | Fréttir

Héðinn og húsaskjólið – málþing þann 15. maí um félagslegar íbúðabyggingar í 80 ár

Þann 18. maí nk. verða liðin 80 ár frá því að frumvarp Héðins Valdimarssonar um verkamannabústaði var samþykkt sem lög frá Alþingi. Af því tilefni halda Bókasafn Dagsbrúnar og ReykjavíkurAkademían í samstarfi við stéttarfélagið Eflingu og Alþýðusamband Íslands málþing um verkamannabústaðina og þróun félagslegra íbúðabygginga á Íslandi frá upphafi fram til okkar daga.

Málþingið verður haldið föstudaginn 15. maí nk. í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121 og hefst kl. 13.00.

Málshefjendur og fyrirlesarar á málþinginu verða Pétur H. Ármannsson, arkitekt, Sigurður E. Guðmundsson, sagnfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar, Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur, Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, Gylfi Arnbjörnsson, forseti, ASÍ og Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi.

Að loknum fyrirlestrunum mun Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi, stýra pallborðsumræðum.

Málþingið er liður í áralöngu samstarfi ReykjavíkurAkademíunnar við stéttarfélagið Eflingu, sem á rætur í verkamannafélaginu Dagsbrún, en ReykjavíkurAkademían sér um rekstur Bókasafns Dagsbrúnar sem hefur verið staðsett þar síðan árið 2003.

 

Héðinn og húsaskjólið:Félagslegar íbúðabyggingar á Íslandi í 80 ár

 

Dagskrá

Kl.

13.00 Setning

13.10 Verkalýðshreyfingin og húsnæðismálin, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

13.20 Frá Verkó til viðbótarlána – Tilurð og þróun félagslega húsnæðiskerfisins, Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur, ReykjavíkurAkademíunni 

14.00 Upphaf og þróun verkamannabústaðanna – Sögulegt yfirlit, Sigurður E. Guðmundsson, sagnfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins 

15.30 Stórir draumar um íbúð alþýðumannsins – þáttur félagslegra íbúðabygginga í íslenskri húsagerðarsögu á 20. öld, Pétur H. Ármannsson, arkitekt

15.00 Kaffihlé

15.20 Uppbygging og þróun húsnæðisaðstoðar í Reykjavík síðustu ár, Jórunn Ósk Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar 

15.50 Hlutverk Íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs 

16.20 Pallborðsumræður, spurningar til fyrirlesara, almennar umræður. Umræðum stýrir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi.

17.00 Málþingslok í Bókasafni Dagsbrúnar – ávarp flytur Guðmundur Þ Jónsson, stjórnarmaður í Eflingu – léttar veitingar.