(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Aðrir viðburðir
  6.  » Hjúkrun í 100 ár. Sögusýning í Árbæjarsafni

Hjúkrun í 100 ár. Sögusýning í Árbæjarsafni

by | 10. ágú, 2019 | Aðrir viðburðir, Fréttir, Viðburðir RA

Hjúkrun í 100 ár

Hjúkrun í 100 árNýlega opnaði í Árbæjarsafni sögusýningin Hjúkrun í 100 ár sem sett var upp í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh). Sýningin segir sögu hjúkrunar í samhengi við breytingar á stöðu kynjanna og þróunar í tækni og vísindum. Sagan hefst í Reykjavík í byrjun 20. aldar og endar á deginum í dag. Um leið er vöngum velt yfir því hvert er stefnt. Hvernig hjúkrunarstarfið muni breytast og hvort við getum lært af sögunni?

Um aldamótin 1900 umbreyttist íslenskt samfélag. Fólkið yfirgaf sveitirnar og settist að í þéttbýlinu þar sem sumir bjuggu við velsæld en kjör annarra voru kröpp. Lélegt húsnæði ásamt skorti á mat og almennu hreinlæti ógnuðu heilsu bæjarbúa og nábýlið auðveldaði dreifingu sjúkdóma. Ábyrgð á umönnun sjúkra sem hafði legið á heimilunum fluttist yfir á góðgerðarfélög sem gáfu mat og fatnað og skipulögðu heimahjúkrun og heilsuvernd fyrir þá efnaminni.

Hjúkrun í 100 ár

 

Menntaðar hjúkrunarkonur voru þar framalega í flokki. Margar voru danskar og höfðu flutt til landsins gagngert til þess að stafa á sjúkrastofnunum sem þá voru að rísa í nágrenni Reykjavíkur. Hjúkrun var nýtt og sérhæft starf sem krafðist ef vel átti að fara, umhyggju og næmni fyrir þörfum sjúklinganna, agaðra vinnubragða og mikillar skipulagningar. Námið var þrjú ár og íslenskar stúlkur sóttu það erlendis að hluta eða öllu leyti fram til ársins 1931 þegar Hjúkrunarkvennaskólinn hóf starf.

Þegar Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað árið 1919 voru starfandi 11 menntaðar hjúkrunarkonur sem allar voru ógiftar og barnlausar og bjuggu á þeim sjúkrastofnunum sem þær störfuðu við. Langt var liðið á tuttugustu öldina áður en breytt viðhorf til hlutverk kvenna, fæk

kun vinnustunda, sumarfrí, innleiðing fæðingarorlofs, opnun leikskóla og bætt framboð getnaðarvarna gerðu konum kleift að starfa utan heimilis samhliða fjölskyldulífi.

Hjúkrun í 100 árEnn í dag byggir hjúkrun á sama grunni og fyrir hundrað árum og miðar að því að skapa sjúklingnum öruggt umhverfi og þannig hindra, stöðva eða lina afleiðingar sjúkdóma og slysa. Í dag eru starfandi tæplega 3.000 hjúkrunarfræðingar í landinu sem vinna fjölbreytt og oft á tíðum mjög sérhæfð störf sem breytast í takti við framfarir sem verða á sviði vísinda og tækni. Þrátt fyrir þetta eru fáir karlmenn hjúkrunarfræðingar og vísbendingar eru um að þar er um að kenna gamlar hugmyndir samfélagsins um hjúkrun og stöðu kynjanna. Er ekki kominn tími til að brjóta glerþakið?

 

Sýningin er samstarfsverkefni Fíh og Borgarsögusafns og er ReykjavíkurAkademían samstarfsaðili en Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir framkvæmdastjóri RA er bæði sýningarstjóri og höfundur handrits og texta.

Aðrir samstarfsaðilar eru: Landspítalinn, Lyfjafræðisafnið, NLSH ohf, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Þjóðminjasafn Íslands.