(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Hugmyndasaga fjalla og eldfjalla á rás 1

Hugmyndasaga fjalla og eldfjalla á rás 1

by | 29. jún, 2020 | Fréttir

Um páskana voru fluttir tveir þættir á Rás1 um hugmyndasögu fjalla og eldfjalla í umsjón akademónsins Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur. Ástæða er til að vekja athygli á þáttunum sem eru aðgengilegir á RÚV til 8. júlí nk. Í þáttunum er stikklað á stóru í hugmyndasögu fjalla og eldfjalla sem hafa tekið miklum breytingum í tímans rás og rætt við fræðimenn um hvernig fjöll og eldfjöll birtast í bókmenntum og myndlist.

Í fyrri þættinum, Hriklag ægifegurð fjalla er sjónum beint að háleitri ægifegurð fjallanna. En í kynningu RÚV segir:  “Fjöllin birtast víða í trúarbrögðum og listum og viðhorf okkar til þeirra hafa tekið breytingum í tímans rás. Hvernig birtast fjöllin í menningu og listum? Af hverju heilla fjöllin okkur upp úr skónum? Viðmælendur eru Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson og Guðmundur Oddur Magnússon.”

Í síðari þættinum, Hið eldspúandi fjall er rætt um eldfjöll og eldgos. Í kynningu RÚV segir: “Eldfjöllin hafa hrætt okkur og heillað í margar aldir. Jarðhræringar á borð við jarðskjálfta og eldgos hafa fylgt manninum alla tíð. Hvernig birtast eldfjöllin í fornum ritum? Hvernig hafa hugmyndir okkar um orsök eldgosa breyst í gegnum aldirnar? Viðmælendur eru Aðalheiður Guðmundsdóttir og Haraldur Sigurðsson. Í þættinum eru hljóðbrot úr þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar.”

Góða skemmtun!