1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Hugsum öðruvísi með Þórbergi miðvikudaginn 14. janúar

Hugsum öðruvísi með Þórbergi miðvikudaginn 14. janúar

by | 14. Jan, 2009 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

 

Í Gammablossum á miðvikudag flytur Soffía Auður Birgisdóttir fyrirlesturinn „Hugsum öðruvísi með Þórbergi: Hugleiðingar um bókmenntagervi, veruleika og sannleika út frá verkum Þórbergs Þórðarsonar.“ Fyrirlesturinn hefst stundvíslega klukkan 12.05 og stendur til klukkan 13.00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.


Soffía Auður er bókmenntafræðingur sem starfar sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Háskólasetrinu á Höfn Hornafirði. Soffía Auður hefur kennt íslenskar nútímabókmenntir við Háskóla Íslands og hefur lengi verið bókmenntagagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Hún hefur um árabil rannsakað verk Þórbergs Þórðarsonar.