1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Hugvekjur á aðventu

Hugvekjur á aðventu

by | 6. Nov, 2009 | Fréttir

ReykjavíkurAkademían er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna, rithöfunda og listamanna.

Nokkrir þeirra hafa fléttað saman alvöru fræðanna og gamansömum hugleiðingum, pakkað í jólapappír og bjóða nú skólum, fyrirtækjum og stofnunum á aðventunni. Hugvekjurnar eru 15-20 mínútna langar.

Hafið samband við ReykjavíkurAkademíuna í síma 844 8645 eða ra@akademia.is

Siðfræði jólanna

Það er sama hvaða guð og það er sama hvaða trúarbrögð, siðfræði jólanna er um gildi sem ekki þarf að deila um; kærleika, gleði, von, frið og gjafir.

Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur

Er Ísland ennþá stórasta land í heimi?

(Jóla)hugvekja um fyrirmenn og flón.

Viðar Hreinsson, íslenskufræðingur og framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

Beðmál í borginni – Ástarsaga úr Vesturbænum

Sigurður Gylfi Magússon sagnfræðingur og forstöðumaður Miðstöðvar einsögurannsókna

Faðir vor í leit að sjálfum sér

Hugleiðingar leikmanns um bænir til daglegs brúks

Björg Árnadóttir blaðamaður og kennari