1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Huldukonur.is opnar

Huldukonur.is opnar

by | 14. Jan, 2020 | Fréttir

Nýlega opnaði vefurinn Huldukonur sem “inniheldur fjölbreyttar heimildir frá 17. öld og fram til 1960 sem ætlað er að varpa ljósi á hvernig hinsegin kynverund kvenna var mótuð og tjáð fyrir tíma nútíma sjálfsmyndarhugtaka á borð við lesbía eða tvíkynhneigð. Heimildirnar eru settar í sögulegt samhengi og dæmi gefin um hvernig hægt sé að beita hinsegin lestri við túlkun þeirra. Á vefnum er einnig kennsluefni ætlað framhaldsskólum og efstu bekkjum grunnskóla.”

Umsjón með vefnum hafa Akademónarnir Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Íris Ellenberger. Akademían óskar þríeykinu innilega til hamingju með innihaldsríka heimasíðu.