1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Hvatt til hækkunar fjárframlags í Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna

Hvatt til hækkunar fjárframlags í Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna

by | 15. May, 2020 | Fréttir, Opinber umræða, Umhverfi rannsókna, Útgáfa RA

Í dag sendi stjórn ReykjavíkurAkademíunni bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra með hvatningu um að Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna verði efldur hlutfallslega til jafns við Rannsóknasjóð og Tækniþróunarsjóð Vísinda- og tækniráðs og/eða Launasjóð íslenskra listamanna. Þetta er gert í ljósi ástandsins í samfélaginu þar sem sjálfstætt starfandi fræðimenn eru í viðkvæmri stöðu rétt eins og listamenn.

Í bréfinu er farið yfir mikilvægi Starfslaunasjóðs fyrir rannsóknir sjálfstætt starfandi fræðimanna og að fjölmörg merkileg og gagnleg verkefni fyrir almenning og fræðasamfélagið hafa raungerst með styrkjum úr sjóðnum og sem mörg hver hafa hlotið viðurkenningar og verðlaun. Einnig er bent á mikilvægi sjóðsins fyrir viðgang íslenskrar tungu með útgáfu fræðirita á íslensku.

Hér má lesa í heild bréfið sem sent var Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra með hvatningu um hækkun fjárframlags til Starfslaunasjóðs. Samhljóða bréf voru send Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra