1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Í HLJÓÐI

Í HLJÓÐI

by | 16. Nov, 2012 | Fréttir

Í HLJÓÐI

kona_m.stak1stills.jpg

Á degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. Nóvember verður opnuð

sjónlýsingarsýning á samtímalistaverkum, tveimur bókum, hljóðmynd og kvikmynd í Hoffmannsgalleríi ReykjavíkurAkademíunni,

Hoffmannsgallerí er samstarfs-rými ReykjavíkurAkademíunnar og Myndlistaskólans í Reykjavík.

Sýningin stendur frá 16. Nóvember 2012 til janúarloka 2013.

Opnun sýningarinnar verður 16. nóvember frá klukkan 16.00 – 18.00

Hoffmannsgallerí er á fjórðu hæð, í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar (lyfta er í húsinu).

J.L. Húsinu

Hringbraut 121

107 Reykjavík

Nánari upplýsingar um Hoffmannsgallerí:

https://www.akademia.is/index.php/is/fraedasetrid/hoffmannsgalleri/um-hoffmannsgalleri

Um sýninguna: Framangreind sýning verður haldin á samtímalistaverkum. Henni verður sjónlýst (e. audio described) og er kynnt sérstaklega félagsmönnum Blindrafélagsins.

Sjónlýsing er aðferð við að lýsa sjónrænu efni í orðum. Þannig er hún nokkurnskonar þýðing sjónræns efnis, sem jafnframt má kalla þýðingu eins miðils í annan.

Sýningin hlaut styrk úr Nýsköpunnarsjóði Námsmanna sumarið 2012

Sjólýsingu semur Didda H. Leaman.

Sjónlýsingu les Þórunn Hjartardóttir.

Opnunnartímar Hoffmannsgallerís eru virka daga frá 9:00 – 17:00

Sýningarstjóti, Didda H. Leaman

Gemsi: 6955828

Tölvupóstfang: Hoffmannsgalleri@gmail.com

Á sýningunni eru samtímalistaverk eftir 10 listamenn og nokkur þeirra eru hljóðverk.

Sýnendur eru:

Anna Líndal

Anna Hallin

Eygló Harðardóttir

Olga Bergmann

Kristinn G Harðarson

Sólveig Aðalsteinsdóttir

Þórunn Björnsdóttir

Þórunn Hjartardóttir

Louise Harris

Hrafnkell Sigurðsson

Á sýningunni verður einnig hljóðmynd eftir Arnþór Helgason,frumgerð bókar Höllu Siggu Margrétardóttur Haugen, Skoðum líkamann, bók um mannslíkaman, fyrir blind og sjónskert börn og bók þeirra Eyþórs Kamban Þrastarsonar og Hlyns Þórs Agnarssonar, Kennslubók í tónfræði fyrir blinda. Á opnun sýningarinnar verður kvikmyndin In Sound / Með hljóði, 2011, sýnd. Myndin er 22 mínútna löng og er gerð af mannfræðingnum Carlo A. Cubera og hljóðlistamanninum Patrick McGinley. Kvikmyndin var unnin með aðstoð Kerti, sjónskertrar konu sem hefur allt sitt líf búið í Tallin í Eistlandi. Saga kvikmyndarinnar er hljóðmynd úr lífi Kerti. Kvikmyndin er án myndar, þ.e. hún er kvikmynd með umhverfishljóðum og töluðu máli. Málið sem talað er, er eistneska, en enskur texti fylgir myndinni. Textinn sem fylgir myndinni hefur verið þýddur á íslensku og verður lesinn með sýningu myndarinnar.

Myndin verður sýnd mánaðarlega á meðan sýningin stendur yfir, eða eftir samkomulagi.

Sjónlýsingu sýningarinnar er hægt að nálgast á heimasíðu Blindrafélagsins, þar sem hægt er að hlaða henni inn á síma, Ipod eða MP3 spilara og taka með á sýninguna.