(354) 562 8565 ra@akademia.is

Iceland and Poland Against Exclusion from Culture

ip logo en

Verkefnið Ísland – Pólland fyrir aðgengi að menningu mun standa yfir í 3 ár. ReykjavíkurAkademían er einn af samstarfsaðilum verkefnisins. Fyrsta verkefnið hérlendis verður á Evrópsku kvikmyndahátíðinni, sem verður dagana 19. september – 29. september, þar sem myndin In Darkness eftir Agniezsku Holland verður sýnd í Bíó Paradís. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna og hefur hlotið margvísleg verðlaun á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum. Myndin sem verður sýnd 28. september kl. 15:00 verður með sérstakri sjónlýsingu fyrir blinda og er stærsti viðburður hátíðarinnar í ár.  Sjónlýsing er aðferð sem byggist á munnlegri lýsingu á því sem er að gerast í myndinni. Sýningin er hluti af samvinnuverkefni Bíó Paradísar og Wroclaw – West Menningarmiðstöðvarinnar í Póllandi um að bæta aðgengi fatlaðra að menningu.

Agniezska Holland er verndari verkefnisins Ísland – Pólland fyrir aðgengi að menningu í Póllandi en hún er mikilsmetinn leikstjóri og handritshöfundur. Hún er heiðursgestur Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar. Vendari verkefnisins á Íslandi er Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur.

Verkefnið styrkt af Evrópusambandinu.