1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Dagsbrúnarfyrirlestrar
  6.  » Innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði – ástand og áskoranir

Innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði – ástand og áskoranir

by | 26. Jan, 2017 | Dagsbrúnarfyrirlestrar, Fréttir, Viðburðir RA

Í erindinu er þróun innflytjendalandsins Íslands rakin með tilliti til félagslegrar og efnahagslegrar stöðu innflytjenda. Í hvaða störfum er innflytjendur að finna? Hver er staða þeirra, launalega og félagslega? Það er staðreynd að íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur en hvað um etníska lagskiptingu? Hvaða afleiðingar hefur slík aðgreining? Íslenskum vinnumarkaði stendur ógn af félagslegum undirboðum, vinnumansali og annars konar mismunun gangvart erlendu starfsfólki, sem afhjúpuð hefur verið á undanförnum misserum. Hvað er þar til ráða?  Hvaða áskoranir felast í stöðunni eins og hún blasir við í dag?  Að fyrirlestrinum standa auk Bókasafns Dagsbrúnar, Efling-stéttarfélag og ReykjavíkurAkademían.

Léttar veitingar verða á Bókasafni Dagsbrúnar eftir fyrirlesturinn. Vekjum athygli á að á  bókasafninu er komin upp ný ljósmyndasýning  úr ljósmyndasafni Dagsbrúnar/Eflingar

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir hefur mikla þekkingu og reynslu á viðfangsefninu. Hún er menntaður menningarfræðingur, sérfræðingur í  þjóðernishyggju, þjóðernispólitík og innflytjendamálum og hefur stundað rannsóknir á innflytjendum á Íslandi um árabil.