(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Íslensk vinstri róttækni: Hugsjónabarátta eða landráð?

Íslensk vinstri róttækni: Hugsjónabarátta eða landráð?

by | 19. nóv, 2011 | Fréttir

ReykjavíkurAkademían og Sagnfræðingafélagið efna til umræðufundur í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 23. nóvember 2011 kl. 20.00-22.00 undir yfirskriftinni

kommnistar1.png

Kannski má segja um Kommúnistaflokk Íslands að aldrei hafi verið skrifað eins mikið um eins lítinn flokk. Á grunni hans varð til öflugri hreyfing, Sameiningarflokkur alþýðu – Sósíalistaflokkurinn, sem síðar breyttist í Alþýðubandalagið. Enginn velkist í vafa um að á stefnuskrá íslenskra kommúnista var bylting með góðu eða illu. En er þá þar með sagt að flestir eða allir liðsmenn Kommúnistaflokksins og arftaka þeirrar hreyfingar hafi verið gallharðir byltingarmenn sem var fjarstýrt frá Moskvu? Og er hægt að halda því fram að veruleg hætta hafi verið á því að þeir létu til skarar skríða? Hvað með þjóðernishyggju, verkalýðsbaráttu, baráttu fyrir réttindum og almenna kjarabaráttu? Hvað með samstarf við aðra flokka og málamiðlanir? Hvers eðlis var samband þeirra við Moskvu? Hvaða heimildir höfum við og hvernig ber að túlka þær? Um þetta og fleira verður fjallað á fundinum.
Frummælendur:

Skafti Ingimarsson: Íslenskir kommúnistar og söguskoðun kalda stríðsins
Guðn Th. Jóhannesson: Samhengi
Jón Ólafsson: Sovétsaga Íslands: Heimildir um íslenska vinstrimenn í Moskvu
Ragnheiður Kristjánsdóttir: Má biðja um annað sjónarhorn.