1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Kindasögur. Frásagnir af íslensku sauðfé að fornu og nýju.

Kindasögur. Frásagnir af íslensku sauðfé að fornu og nýju.

by | 5. Oct, 2019 | Fréttir

Kindasögur Aðalsteinn Eyþórsson

Út er komin bókin Kindasögur. Frásagnir af íslensku sauðfé að fornu og nýju eftir akdemóninn Aðalstein Eyþórsson og Gunnar Ragnar Jónasson sem báðir eru áhugamenn um sögur og sauðfé. Í bókinni eru rifjaðar upp sögur af íslenskum kindum að fornu og nýju, afrekum þeirra, uppátækjum og viðureignum við óblíða náttúru og kappsfulla smala.

Eins og þeir vita sem hana þekkja þá er íslenska sauðkindin harðger, úrræðagóð og ævintýragjörn og kindasögur eru sérstök grein íslenskrar sagnaskemmtunar sem á sér langa sögu en lifir enn góðu lífi – rétt eins og sauðkindin sjálf.