(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Kreppur sjálfsins

Kreppur sjálfsins

by | 4. nóv, 2011 | Fréttir

tveargrimur.png

Kreppur sjálfsins

Málþing haldið í ReykjavíkurAkademíunni

föstudaginn 4. nóv. 2011, kl. 15:00-18:00 og laugardaginn 5. nóv. frá 10:00-16:00.

Á þessu þverfaglega málþingi er ætlunin að fjalla um sjálfskilning og tilvistarvanda mannsins frá ýmsum sjónarhornum guðfræði, bókmenntafræði og heimspeki. Þannig verður fjallað um mannskilning Gamla og Nýja testamentisins og mannlegt hlutskipti m.a. skoðað í ljósi syndarhugtaksins. Ólíkar birtingarmyndir á tilvistarvanda mannsins verða kannaðar í bókmenntaarfi Vesturlanda en einnig í hefðum utan hans.

Föstudaginn 4. nóvember, kl. 15-18

· Kristinn Ólason: Kreppur sjálfsins og brotin guðsmynd í Jobsbók

· Soffía Auður Birgisdóttir: „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.“ Um kreppur sjálfsins í bókum Þórbergs Þórðarsonar

· Clarence E. Glad: „Það sem ég vil, það gjöri ég ekki, en það sem ég hata, það gjöri ég.“ (Róm 7.15)

Sr. Gunnar Kristjánsson bregst við erindum. Fundarstjórn: Gunnbjörg Óladóttir

Laugardaginn 5. nóvember, kl. 10-16

· Gunnbjörg Óladóttir: Stríðlynt samband trúar og trausts: skilgreining á mörkum fíkna og farsældar

· Jón Viðar Jónsson: Illskan er ekkert skemmtiefni: um ólíkan mannskilning í leikritum Christopher Marlowes og William Shakespeares

· Sigurjón Árni Eyjólfsson: Sjálfin og syndin

· Bjarni Bjarnason: Hvað kostar óflekkað mannorð?

· Arnhildur Lilý Karlsdóttir: Atman: handan hugans

· Kristín Guðrún Jónsdóttir: Stigamenn í helgra manna tölu. Tvö dæmi frá Mexíkó

· Egill Arnarson: Krísur sjálfsins í verkum Witold Gombrowicz

Gauti Kristmannsson bregst við erindum. Fundarstjórn: Clarence E. Glad og Kristinn Ólason

Málþingið er haldið á vegum Glímunnar, óháðs tímarits um guðfræði og samfélag, ReykjavíkurAkademíunnar og Skálholtsskóla.