(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi

Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi

by | 4. des, 2019 | Fréttir

Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur er komin út hjá Bókmenntafélaginu. Bókin er fyrsta sagnfræðilega rannsóknin hérlendis, sem gerir íslenskri háriðn ítarlega skil og var nýlega tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Í rökstuðningi dómnefndar með tilnefningunnir segir:

Bókin er merkt framlag til iðnsögu Íslands en jafnframt einstakt tillegg til rannsókna á sviði kvenna- og kynjasögu á Íslandi. Í verkinu fáum við innsýn í kynjaða menningu háriðnaðarins, er gleggst birtist í hárgreiðslu- og rakarastofum – tvískiptum starfsvettvangi fagsins. Fróðleg er umfjöllunin um það hvernig konur og karlar tjáðu sig með hári sínu – og hvað sú tjáning getur sagt okkur um stöðu kynjanna á hverjum tíma. Höfundarnir rýna í sagnahefð lokkanna og miðla hársögu Íslands í liprum texta og mögnuðum myndum bókar, sem er í senn fagur óður til hárklippara og rakara Íslands. Bókin vitnar um söguna sem fólk ber á höfði sér. Sögu sem hver tíð hefur áhrif á og hver maður getur breytt eftir því hvernig vindar blása.