1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Mín eigin lög – útgáfuhóf

Mín eigin lög – útgáfuhóf

by | 26. Apr, 2024 | Fréttir

Í tilefni af útgáfu bókar dr. Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings ,,Mín eigin lög” verður útgáfuhóf í ReykjavíkurAkademíunni föstudaginn 22. mars  kl. 16.00.
Nánar um útgáfuhófið.

Bókin „Mín eigin lög“ fjallar um þau ákvæði stjórnarskrár sem segja fyrir um málsmeðferð frumvarpa á Alþingi. Í bókinni er rakin forsaga og forsendur ákvæðanna sem mótuðust á stjórnlagaþinginu í Danmörku 1848-1849 og á hinu eiginlega stjórnlagaþingi á Alþingi 1867. Þá er í kafla um mælingar þingstarfa brugðið upp raunmyndum af starfsháttum Alþingis og Folketinget. Í umræðukafla er framkvæmd Alþingis á gæðakröfunni síðan borin að ljósi forsendna ákvæðisins og stjórnskipunarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar í samantektarkafla.
Málið er skoðað á stjórnsýslufræðilegan hátt – með þverfaglegri rannsókn á málsmeðferð stjórnvalds (varðar einnig sagnfræði, stjórnmálafræði og lögfræði) – sem gefur okkur ópólitíska nálgun á annars stórpólitísku málefni. Hægt er að kaupa bókina á vefsíðu höfundar.

Haukur Arnþórsson, Ph.D, starfar við ReykjavíkurAkademíuna og sinnir rannsóknum. Hann hefur m.a. unnið fyrir nokkrar af æðstu stofnunum ríkisins og tekið þátt í Evrópusambandsverkefnum. Hann hefur jöfnun höndum ritað um fræðileg efni og almenn og kynnt niðurstöður sínar opinberlega. Haukur var yfirmaður upplýsinga- og tölvumála hjá Alþingi í 16 ár – á mótunartíma tölvukerfa stofnunarinnar og hefur skrifað fræðigreinar og bækur um störf þingsins.

 

Fræðafólkið í ReykjavíkurAkademíunni óskar félaga sínum Hauki Arnþórssyni innilega til hamingju með ritið og við vonumst til að sjá ykkur sem flest í Dagsbrún, fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar á fyrstu hæð í Þórunnartúni 2.