1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Narcissus á norðurhveli

Narcissus á norðurhveli

by | 8. Feb, 2010 | Fréttir

ÍNOR og ReykjavíkurAkademían kynna:

Fyrirlestraröð um ímyndir og sjálfsmyndir.
Í samstarfi við Háskólann á Bifröst

 

Annar fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121 frá kl. 12:00 -13:00 föstudaginn 12. mars í fyrirlestrarsal á 4. Hæð.
Upptöku af fyrirlestrinum má nálgast á vef Háskólans á Bifröst (www.bifrost.is) á meðan röðin stendur yfir
Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg
www.inor.is

 

Narcissus á norðurhveli
Högni Óskarsson

Sjálfsmynd eftir Borghildi Óskarsdóttur

sjalfsmynd.jpg

Goðsögnin um Narcissus fjallar um sjálfshrifningu-og dýrkun. Skilgreining sálkönnunar nær miklu dýpra og lýsir því hvernig narsissistinn ver sig gegn fyrirlitningu á eigin sjálfi með eigin upphafningu og um leið kulda og grimmd í garð annarra, sem eyðileggur hann á endanum.

Í íslenskri sögu frá söguöld, gegnum dimmar miðaldir, rómantíska sýn 19. og 20. aldar og í gegnum afbyggingu raunveruleika og upphafningu hinna loftkenndu ímynda samtímans má finna margt sem samsvarar skilgreiningum geðlæknis-og sálarfræði á narsissistiskri persónuleikaröskun.

Hið ýkta hegðunarmynstur og brenglaða gildismat nútímans greinir sig aðeins frá hinu liðna í hærra neyslustigi og táknmyndum samfélagsins, undirliggjandi togstreita narsissistans er um margt óbreytt.

Græðgisvæðingin er ekki séreinkenni nútímans. Heldur ekki hetjuímyndin. Munu þessi fyrirbæri því ekki ganga aftur? Og aftur? Kannske er mannsheilinn bara forritaður á þennan hátt af Forritaranum Mikla.

Hvað og hverjir eru til bjargar?

 

Högni Óskarsson er starfandi geðlæknir og vinnur jafnframt við stjórnendaþjálfun og ráðgjöf í áfallastjórnun (crisis management) til fyrirtækja og stofnana.
Högni útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands 1972, lauk framhaldsnámi í geðlækningum í Bandaríkjunum 1977 og starfaði áfram við New York Hospital og Cornell Medical School til 1980. Frá þeim tíma starfaði við Landspítala til 1986 og hefur rekið eigin stofu í geðlækningum með áherslu á samtalsmeðferð (psychotherapy). Hann hefur kennt við læknadeild HÍ og skipulagt námskeiðshald um terapíu á vegum Þerapeiu. Hann er meðhöfundur að fjölda vísindagreina í alþjóðlegum fræðiritum, auk þess hann hefur skrifað um þjóðmál og forvarnir í fjölmiðla.

Hallfríður Þórarinsdóttir stýrir fundi og umræðum
Allir velkomnir